Að hætta að kenna
4.3.2008 | 18:25
Jæja enn og aftur stend ég mig að því að velta þessari spurningu fyrir mér. Á ég að hætta að kenna og finna mér "betri"vinnu? Mér finnst gaman í vinnunni, ég fæ að ráða mér nokkuð sjálf, hef áhrif á vinnustaðinn og er í góðu samstarfi við stjórnendur og samstarfsfól. En hvað er þá að trufla? Jú ég hef áhyggjur af óstöðugleika í skólum borgarinnar, of margir af mínum vinnufélögum mínum og kennurum í öðrum skólum eru að hugsa sér til hreyfings, of fáir horfa á verkefnin sem 2-3 ára ferli eða lengra. Þetta hamlar allri þróun sem verður að eiga sér stað í skólum sem við komumst eitthvað upp úr hjólförunum. Ég talaði við vinkonu mína - kennara- sem sagði mér að hún væri að hugsa um að hætta þessu alveg, treysti sér ekki lengur í þessi samskipti við foreldra og þessa ábyrgð sem fylgir starfi umsjónarkennarans, þetta sama hafði ég heyrt frá annarri vinkonu minni vikunni áður. Báðar kennarar með þó nokkra reynslu. Ég veit um of marga sem eru búnir að segja upp, búnir að ráða sig annað, búnir að skrá sig í nám eða eru komnir á aldur. Því geri ég ráð fyrir að næsti vetur verði erfiður, ekki síst eftir að hafa hlustað á Ólaf Loftsson úrskýra árherslu í komandi kjaraviðræðum. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég nenni að vera í sama starfinu en vera alltaf að byrja upp á nýtt.............
Lifið heil
Rósa þreytta
Athugasemdir
Komdu sæl. Hættu sem fyrst, ef þú ætlar að halda andlegri heilsu fram yfir sextugt. Er 57 og ætla að HÆTTA í haust það er að segja ívor. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 18:52
Frammi fyrir þessu standa margir... mjög margir reyndir kennarar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:21
Já...hætta?
Þessis sem commentar, talar um andlega heilsu.
Ég held nú að þetta sé ekki svona mikið áreiti, kennarar þurfa bara að vera meira cocky, líta aðeins stærra á sig í samskiptum við foreldra og annað. Kæfa þesis foreldravandamál í fæðingu.
kv. úr kennó
Davíð Snorri (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:06
Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?
Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 10:21
Þú segir nokkuð.
Ef þú færð eitthvað betra að gera, þá hvet ég þig til þess. En að kenna er ekki alslæmt, en Guð minn almáttugur hvað maður getur orðið þreyttur.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 16:40
Æ, nei - ekki hætta. Maður á að gera það sem maður gerir best og þú ert frábær í þínu starfi. Það er nefnilega ekkert starf merkilegra en okkar ( þó það sjái ekki allir) og andleg heilsa helst í hendur við það að vita að maður leggur eitthvað merkingarbært af mörkum. Þú ert með framtíð þjóðarinnar í höndunum - ekki fúlgur fjár Sjáum hvað kemst í gegnum loforðaskóg ráðamannanna. Sendi þér baráttukveðjur sem og öðrum kennurum.
Tek undir með unga manninum og segi verum stolt af starfinu okkar og okkur sjálfum. Starfið okkar er margslungið og oft erfitt, það er ekki fyrir hvern sem er að sinna því vel....og við erum ekki hver sem er.
Anna Þóra Jónsdóttir, 5.3.2008 kl. 18:43
Takk fyrir þetta. En það er spurning Ingibjörg hvað er "betra að gera" og ég veit að þetta er ekki alslæmt þá væri ég ekki búin að kenna í 18 ár. Og ég veit að ég hef gert marga góða hluti og er enn að læra og meðan ég er að því þá er ég í framför. Eða er það ekki. En....
Davíð Snorri ég veit að ég hitti þig eftir að þú verður byrjaður að kenna þ.e.a.s. ef þú ferð að kenna og þá ætla ég að muna eftir þessari setningu " Ég held nú að þetta sé ekki svona mikið áreiti," . Vertu svo velkominn til mín í heimsókn og skoðaðu þessi stóru rými sem eru að í "tísku" hvað varðar skólahúsnæði um þessar mundir.
Rósa Harðardóttir, 5.3.2008 kl. 20:44
Sæl aftur...
Áreitið sem ég tala um beinist að foreldrum, ekki opnu rýmunum.
Ég er á mót þessum opnu rýmum. Ég prófaði þetta um daginn og þvílíkt endæmis vitleysa.
Styð strætó aðferðina.....
Davíð Snorri (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 19:32
Það á nú eftir að breytast Davíð Snorri þetta með strætó en hitt er auðvitað annað mál með foreldrana, auðvitað skiptir máli hvernig við tölum við þá. Það er kúnst að eiga samskipti við fólk, ekki síst við foreldra en ef allir stefna að sama markmiði og eru samtaka í að ná þeim saman þá ætti þetta að leysast, við erum í sama liði ekki andstæðingar.
En endilega komdu í heimsókn.
Rósa Harðardóttir, 6.3.2008 kl. 23:25
Sammála því...
Svo stefnir bara í það að ég mæti í vettvangsnám til þín Rósa. Hef ákveðið að kynna mér opna kerfið betur....
Davíð Snorri (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.