Leiðréttir Júlíus?
27.2.2008 | 19:23
Júlíus Vífill formaður menntaráðs og áhugamaður um borgarstjóraembættið segir að leiðrétta þurfi laun kennara. Vonandi er Júlli þá liðsmaður góður í komandi kjarasamningum. Jú við viljum að laun okkar séu leiðrétt þannig að ekki verði nauðsynlegt að taka hækkanir okkur til handa inn í kaupahækkun. Þetta að leiðrétta laun kennara hef ég reyndar heyrt frá því að ég fór að kenna. Vonandi verður gengið frá því í eitt skipti fyrir öll. Þannig að í framtíðinni verði hægt að tala um almenna kauphækkun. En af hverju þarf að leiðrétta? Kennarar hafa dregist verulega aftur úr miðað við þær stéttir sem þeir voru áður samferða, á sama tíma hefur álagið á kennara margfaldast. Með auknum kröfum, dögum og tímum höfum við fengið aukakrónur sem hafa fallið undir kauphækkanir er voru það ekki í raun. Hver fær ekki meiri pening fyrir meiri vinnu? En það er annað sem Júlli er til í meira t.d að aðstoða við ímyndunarvinnu kennarastarfsins í samvinnu við kennarahreyfinguna. Já þar vantar góðan liðstyrk því sú herferð sem kennarahreyfingin hefur farið í undanfarið hefur litlu skilað. Þetta er hægt að gera þegar búið er að "leiðrétta" launin, fá inn í skólana fagmenntað fólk sem hefur virkilega áhuga á starfi sínu en er ekki endalaust með hugann við að betra væri nú að vinna annars staðar. Svo er spurning með gæðaeftirlitið. Er ekki gæðaeftirlit á mörgum vinnustöðum? Er mikið um þetta í skólastarfinu? Þá er ég að tala um gæðaeftirlit sem er markvisst og skilar árangri.
Lifið heil
Rósa bjartsýna
Athugasemdir
Bara smá spurning um það hvers konar gæðaeftirlit ætti þetta að vera og hverjir ættu að framkvæma það og hvenær? Auðvitað væri yndislegt ef til væri þannig kerfi að þú borgaðir "góðu" kennurunum gæðalaun en hinum "slakari" slóðalaun.....eða var það annars ekki hugmyndin? Það segir sig sjálft að ekki nægir að segja - ,,Við skoðum bara einkunnir nemenda á samræmdu prófunum". Auðvitað gætu skólastjórnendur komið eitthvað að þessu mati- en það er engan veginn hægt að koma í veg fyrir hygl og vinamat + það að manni virðist skólastjórnendur hafa alveg nóg að gera dags daglega í vinnunni. Hef spekúlerað heilmikið í framkvæmd svona kerfis sem væri markvisst og skilaði einhverjum árangri og hef bara ekki komið auga á neina góða framkvæmd. Gaman væri að heyra frá enhverjum sem veit betur.
Anna Þóra Jónsdóttir, 27.2.2008 kl. 23:15
Takk fyrir þetta Anna Þóra. Ég hef ekki neina lausn á þessu eftirliti en er samt þeirra skoðunar að það þurfi að skoða þessi mál. Ég er sammála þér að ekki er hægt að skoða einkunnir úr próf, hvort sem það eru samræmd eða annað. Ég er ekki heldur að tala um að gæðaeftirlitið þurfi að vera tengt launum, heldur er ég að tala um það umhverfi sem við vinnum í og bjóðum börnum þessa lands upp á. Að á okkar vinnustað sé fagmennska í fyrirrúmi, velferð barnanna haft að leiðarljósi og að hámarks árangur náist. Svo má deila um hámarks árangur hvað er það. Er hann mældur í árangri nemenda á prófum eða líðan þeirra? Þetta helst í hendur, barn nær betri námsárangri ef því líður vel, því ætti það að vera okkar helsta og fyrsta markmið að láta börnunum líða vel, styrkja sjálfsmynd þeirra og virkja þau félagslega. Svo má fara að "Læra".
En þetta er orðið of langt, gaman að hitta á einhvern sem nennir að skiptast á skoðunum við þyrftum að hafa nógan tíma ef hittumst því nóg er umræðuefnið.
Rósa Harðardóttir, 27.2.2008 kl. 23:38
Ég vona að systir hans Júlíusa geti sannfært hann um nauðsyn þess að hækka laun kennara, en hún er, eða allavega var kennari. Ákaflega hæf, eins og allir krakkarnir hans Ingvars Helgasonar og eiginkonu, sem ég man ekki hvað heitir.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.2.2008 kl. 14:22
Á minni heimasíðu er með með tölfræði um flótta úr kennarastéttinni. Orðskrúð komast ekki í buddu. Þetta verður fróðlegt vor í kjaramálum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.