Ég er bara fimm ára....

Sjálfstæðismenn lögðu 2. nóvember sl. fram tillögu í borgarstjórn þess efnis að komið verði á fót fimm ára deildum við grunnskóla í Reykjavík . Menntaráð og leikskólaráð Reykjavíkur hafa nú samþykkt að kannaðir verði möguleikar á að stofna fimm ára deildir við fjóra grunnskóla borgarinnar í haust. Ég hef oft verið þeirrar skoðunar að færa megi skólastarfið niður en nú er ég efins.  Mikið og gott starf hefur verið unnið í leikskólum undanfarið og mikil þróun í gangi.  Fræðimenn eru sammála um að ungum börnum henti best að læra í leik og skapandi starfi, en leikskólar skipuleggi lærdómsumhverfi barna út frá þeirri hugmyndafræði. Í könnun á meðal foreldra hefur komið í ljós að þeir eru ánægðir með leikskólana.  Ef bæta á við einum árgangi í skólana þarf margt að koma til og tel ég að nokkra mánaða vinna sé ekki nógur undirbúningur fyrir þetta stóra skref.  Við vitum að í skólanum er of mikið lagt upp úr bóklegu námi og áherslur í þá veru of miklar hjá mörgum sem stunda nú nám í 1. bekk.  Hvernig verður það í 5 ára bekk?  Eru úrræði í heilsdagsvistun nógu góð í dag miðað við þann fjölda sem þarf á þeirri þjónustu að halda að við getum bætt við heilum árgangi.  Eru biðlistar tæmdir í heilsdagsskólum þannig að ekkert mál er að bæta við 20 - 40 nemendum í þá vistun? Margar spurningar vakni og eflaust á eftir að svara þeim öllum áður en þetta verður endanlega ákveðið en vonandi verður leitað svara hjá þeim sem vinna í þessu umhverfi, kennara, skólastjórnendur bæði í leik- og grunnskóla og ekki síst foreldra.  Og þar sem ekki er lagaleg heimild fyrir þessu verður þetta þá framkvæmanlegt í nafni tilraunastarfs?

Lifið heil

Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Tek undir áhyggjur þínar af þessu. Einnig þyrfti um leið að endurskoða skólaleikvelli, frímínútnagæslu, mötuneyti og bæta leikskólakennurum inn í skólana í ríkum mæli. Eru þeir tilbúnir til þess og lækka umtalsvert í launum  fyrir vikið og hafa um leið, líklega mun fleiri börn á sínum snærum?

Ég tel þetta ekki vera eitt af þeim málum sem brýnast liggi á að bæta úr í skólakerfinu okkar og finnst að peningum, tíma og mannskap sé mun betur varið í önnur verkefni.

Anna Þóra Jónsdóttir, 18.2.2008 kl. 21:01

2 identicon

Kalli Tomm hjá mér í kvöld kl 21 þú sérlega velkomin.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:29

3 identicon

Er bara ekki í lagi að börn fái að njóta þess að vera börn og verði á leikskólum til 6 ára aldurs??? Veit ekki alveg hvað þetta á að þýða, mín reynsla er sú að hið íslenska skólakerfi reyni að steypa öll börn í sama formið og skólinn er oft á tíðum illa undir það búin ef börnin eru ekki eins og formið gerði ráð fyrir. Ég tel að mikill hluti 5 ára barna hafi ekki þroska og getu til að sitja við borð lungað úr deginum og læra..

Mér finnst þetta bull og vitleys og það eigi frekar að hlúa betur að þeim börnum sem eru nú þegar í grunnskólum. Leikskólarnir eru að vinna frábært starf, ekkert síðra en grunnskólarnir. Svo slökum aðeins á í bullinu.

Kv. Hildur lögga, leikskólakennari og mamma eins 5 ára sem kvíður því að hætta á leikskólanum...

Hildur (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 10:36

4 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Jú auðvitað eiga börn að njóta þess að vera börn eins lengi og kostur en.  Við vitum líka að kröfurnar í skólum er of miklar á bóklegu nótunum sem hentar síður ungum börnum.  Styrkum hvert stig fyrir sig, færum leikinn meira inn í grunnskólann og reynum að eins og þú segir svo réttilega Hildur að hlúa að þeim sem fyrir eru.

Rósa Harðardóttir, 20.2.2008 kl. 14:31

5 identicon

Eins og staðan er í dag í grunnskólum ættu ráðamenn að eyða tíma sínum í annað en að bæta þar við verkefnum. Leikskólar ráða mjög vel við skipulagningu á námi 5 ára barna og ég tel ástæðulaust að hrófla við því. Sinnum bara betur því sem fyrir er því af nógu er að taka.

Sem betur fer sitja yngstu börnin í grunnskólanum ekki bara við borð mestan hluta skóladagsins....en við þurfum að vera vakandi með að nota leikinn enn meira sem kennsluaðferð og það ekki bara hjá yngstu börnunum heldur hjá öllum. Við erum nefnilega líka að læra þegar við leikum okkur ekki bara þegar við sitjum við borð og skrifum í bækur sem getur jú alveg eins verið ákveðinn leikur.

Leikum okkur endilega með námsefnið því þá loksins lærum við eitthvað...eða hvað? Hvað er annars að leika sér??

kv. Áslaug kennari 

Áslaug Ó. Harðardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband