Framtíðarsýn fyrir grunnskóla í......

Það er gaman að lesa fundargerðir menntaráðs og fylgjast með því sem þar er rætt.  Síðasta mánudag var fundargerðin sérstaklega áhugaverð.  Þar er sagt frá framtíðarsýn fyrir skóla í Úlfarsárdal og hljómar hún vel.  Þeir áhersluþættir sem skólarnir eru hvattir til að móta sína sérstöðu með eru:

  • Listir og lýðheilsa
  • Náttúra og umhverfi
  • Læsi, lesskilningur og bókmenntir

Þá verða mannréttindi, mannauður og virðing ríkjandi í starfi skólanna, skóladagurinn samþættur og leitast verður við að skapa samfellu í skóla og tómstundum. Þetta boðar nýja og spennandi tíma í skólastarfi borgarinnar ekki síst ef markmiðum um samfellu í starfsdegi nemenda tekst.  Nýir tímar fram undan með háleitum markmiðum og tekur mið af því þjóðfélagi sem við búum við í dag og ekki síst samstaða hjá þeim sem standa að málum.  Allt gott og blessað ef gott fólks fæst til þess að hrinda þessum háleitum og framsæknum markmiðum í gagnið. Til þess þarf að efla stöðu kennara, bæta virðingu þeirra og hækka launin. Kom í veg fyrir þann flótta sem nú er yfirvofandi  Þetta kom einnig fram á fundinum og telur Júlíus Vífill helsti vandi skólanna vera lág laun kennara, hann bindur vonir við að komandi kjarasamningar muni leysa þessi mál!!! Ég geri það líka.

Lifið heil

Rósa rólega 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rósa mín mér finnst þú eiga heima á þingi, veit ekki hvað þú ert að svitna yfir þessu kennaradæmi..Í framboð með þig

Kveðja Hildur (mamma Áka)

Hildur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Takk fyrir Hildur mín, ég reyni að láta í mér heyra þótt fáir heyri.

kv

Rósa 

Rósa Harðardóttir, 18.2.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband