Hugsjón eða heimska

Hvað er það sem rekur mig og aðra kennara fram úr á morgnanna? Hvað er það sem gerir það að verkum að við mætum aftur og aftur á hverju hausti með bros á vör og tilbúin í átök vetrarins? Hvað er það sem fær mann til að setjast niður á kvöldin og reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gera í fyrramálið? Er það hugsjónin ein, er það skyldurækni eða er þetta heimska? Þegar stórt er spurt þá er fátt um svör en annað brennur heitar á mér þessa dagana.  Hvað er það sem fær kennara með stuttan starfsaldur til að skila inn uppsagnarbréfum þessa dagana, hvað er það sem gerir kennara með reynslu útbrennda fyrir aldur fram? Margir af þeim góðu kennurum sem ég þekki eru að íhuga breytingar vegna lélegra launa og álags í starfi.  Sá starfsvettvangur sem við höfum búið við í vetur er slæmur og kennarar eru að hrökklast í burtu, þeir geta ekki meira.  Það verður einhver að vakna til vitundar um að ástandið í skólum er ekki gott. Launin of lág, álagið of mikið og verður meira þegar áhyggjur skólastjórnenda af mannaráðningum bætast ofan á allt sem fyrir er. Hvernig verður ástandið þar sem endurnýjun er mikil á hverju ári.

Lifið heil

Rósa raunamædda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Kannast við það Rósa.  Erum í svipuðum málum alltaf í leikskólunum

En þá er um að gera að dreifa huganum og taka þátt í skemmtilegum leikjum.  Nýr Kalli Tomm hefst hjá mér annað kvöld kl.22.00  Vann keflið aftur til mín í kvöld 

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:27

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Launin eru fáránleg, álagið allt of mikið, árangurinn lítill, en það er gaman þegar vel tekst til.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.2.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband