Oddný í heimsókn
16.11.2007 | 20:13
Þegar Oddný Sturludóttir varð formaður Menntaráðs Reykjavíkur sendi ég henni heillaóskir og bauð hana velkomna í heimsókn. Í dag á degi íslenskrar tungu þáði hún boðið og heimsótti okkur í Korpuskóla. Hún gekk um skólann og hlýddi á fagran söng og ljóðaflutning í tilefni af deginum. Við sýndum henni skólann og lýstum fyrir henni kostum hans og göllum. Við fræddum hana um ástandið eins og við gátum og sýndi hún áhuga og skilning. Þetta heimsókn og gagnleg og vonandi skilar hún einhverjum árangri. Takk fyrir komuna Oddný.
Athugasemdir
Frábært! Oddný er öflug og virðist með þokkalega dómgreind.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.11.2007 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.