Skertur skóladagur
8.11.2007 | 22:23
Í haust þegar skólinn var að byrja þá vantaði kennara á minn vinnustað og vantar enn. Skólastjórinn fór fram á það við fræðslustjóra að vera með skerta stundartöflu fyrir einhvern nemendahópinn og tók hann illa í það, sagði að hér væri skólaskylda og að skólastjóri yrði að finna lausn á þessum vanda. Kenna sjálfur ef ekkert annað væri hægt. Við sem kennum þarna fyrir bættum mörg við okkur tímum og þessu var reddað til bráðabirgða. Nú er hins vega fyrsti skólastjórinn í Reykjavík búinn að tilkynna foreldrum ákveðins hóps að skerða þurfi viðveru þeirra í skólanum vegna manneklu. Það hlaut að koma að því. Mér finnst nú ekki gott að skerða skóladag barna en held að betra sé að gera það heldur en að vera með of marga aðila til að sjá um kennsluna, ör skipti yfir daginn fyrir unga nemendur er ekki farsælt. Enda tökum við þátt í að fela vandann ef við bætum endalaust við okkur vinnu. Og ekki held ég að gæði kennslunnar séu mikil þegar kennarar eru með yfir 40 tíma á töflu. En vonandi verður þetta til að opna augu foreldra og annarra um ástandið sem ríkir á þessum vinnustöðum og hvað það er sem börnunum okkar er boðið upp á.
Lifið heil
Rósa á leið í helgarfrí
Athugasemdir
Ég er líka á leið í helgarfrí, en langar að skrifa örfáar línur.
Ástandið er miklu verra en þú lýsir Rósa. Mín kynslóð af kennurum og ég þar með talin, mætum til vinnu. þegar flestir aðrir væru heima vegna veikinda, Hálsbólga kvef, þursabit og flensa. Í vinnuna vegna þess að annars verður að senda börnin heim eða hafa þau hangandi á göngum skólans.
Hver ber ábyrgðina? Við sjálf.
Hvað er til ráða? Segja upp þremur mánuðum áður en samningar renna út.
Það hefur alveg vantað samstöðu hjá kennurum, en ég vona þjóðfélagsins vegna að nú sé komið nóg af þvílíku.
Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.11.2007 kl. 15:47
Já Ingibjörg ég veit að við mætum veik í vinnu. Ég er reynda hætt því. Við gerum engum greiða með því og megum ekki telja okkur trú um að við séum ómissandi. Það er rétt hjá þér að samstaða kennara má vera meira en ég hefði viljað sjá meiri þrýsting frá foreldum. Það var góð grein í Mogganum í gær sem Ingibjörg Óðinsdóttir móðir þriggja grunnskólabarna skrifaði undir fyrirsögninni "þú er ráðin" hvet þig og alla hina að lesa hana.
Góða helgi
Rósa Harðardóttir, 9.11.2007 kl. 18:04
Velkomin heim, Var að skipta um mynd, þannig að segja má að ég sé komin út úr skápnum, finnst þér gleraugun mín ekki flott?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.11.2007 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.