Þorgerður Katrín taki flokksbróður sinn Björn til fyrirmyndar.

Ég heyrði í fréttunum nú seinnipartinn að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra  hafi ákveðið að greiða öllum lögreglumönnum 30.000 á mánuði út samningstímann en af honum er eftir rúmt ár.  Þetta er gert vegna aukins álags á lögreglumenn þar sem margir hafa sagt starfi sínu lausu.  Nú er það þannig í grunnskólum hér í Reykjavík er álagið á starfandi kennara  margfalt meira en venjulega vegna manneklu.  Því ættu þau flokkfélagar Þorgerður Katrín og Vilhjálmur Vilhjálmsson að taka höndum saman og greiða kennurum 30.000 á mánuði út samningstímann. 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1293452


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

takk fyrir pislana þína.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 29.9.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Arndís Hilmarsdóttir

Mér þætti gaman að sjá það að Þorgerður sæi að sér og tæki þetta mál að sér. Hún sem vill helst ekki þekkja grunnskólakennara þegar samningar þeirra ber á góma. En vissulega væri það eitthvað sem hún ætti að skoða nánar, og nú er hún í góðri stöðu með sinn eigin flokksmann sem yfirmann skólamála í Reykjavík. Það væri ekki verra ef hún myndi skoða þessi mál einnig fyrir nágranna sveitarfélögin.

Arndís Hilmarsdóttir, 30.9.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband