Er ég rannsóknarefni??
12.9.2007 | 22:19
Góð vinkona mín sagði við mig í gær "Rósa ég held að við séum verðugt rannsóknarefni". Í kaffitímanum í dag sagði góð samstarfskona mín " Við erum nú verðugt rannsóknarefni?" Hvað meintu þessarar góðu konur og er eitthvað til í því. Það sem þær voru að hugsa var þetta. Við erum konur sem völdum okkur að gerast kennarar og erum enn að kenna. Okkur finnst oftast gaman í vinnunni. Við erum sífellt að taka að okkur meiri vinnu, við sættum okkur meira og meira við auknar kröfur frá foreldrum, skólastjórum og yfirvöldum. Við sættum okkur við neikvæða gagnrýni í afmælisboðum, fjölmiðlum og öðru opinberum stöðum. Við tökum næstum þegjandi við minnkandi virðingu í þjóðfélaginu og það sem verst er við lifum ekki af þessum launum sem við fáum. Hvað er það sem heldur okkur enn í kennslu?
Athugasemdir
Já þegar þú segir þetta svona þá veltir maður því fyrir sér hvort maður sé alveg í lagi.
Bjarkey Gunnarsdóttir, 15.9.2007 kl. 21:07
Þegar stórt er spurt......? verður fátt um svör. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, hvað getum við gert í þessum málum. Við verðum mjög óvinsæl ef við segjum nei við meiri vinnu, þ.e. sérstaklega ef það er til þess að skólastarf getur ekki verið með eðlilegum hætti nema maður segi já. En valið stendur samt hjá okkur sjálfum, viljum við að það sé haldið áfram að traðka á okkur eða þurfum við að fara í skóla til að læra að segja NEI. Þurfum við að fara að standa á styrkari fótum og segja einfaldlega nei, núna segi ég stopp, til þess að það verði borinn meiri virðing fyrir manni. En eru það ekki litlu sætu andlitinn sem segja okkur svo margt sniðugt sem halda í okkur og gera það að verkum að það er erfitt að hætta, erfitt að segja nei.
Arndís Hilmarsdóttir, 16.9.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.