Betur gengur að ráða kennara til starfa í grunnskólum Reykjavíkur en útlit var fyrir í byrjun sumars, eftir því sem segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Búið er að manna yfir 90 prósent af þeim stöðum sem þarf. Enn vantar 140 starfsmenn, þar af 69 kennara.Nú þegar tæpar tvær vikur eru þangað til grunnskólar borgarinnar verða settir eru kennarastöður því fullmannaðar. Óvenju margir kennarar í Reykjavík eru í námsleyfi eða í launalausu leyfi og hafði það áhrif á stöðuna. - sþs
Enn af ráðningarmálum kennara
11.8.2007 | 11:18
Ég hef sérstakan áhuga á ráðningarmálum kennara þetta haustið því ég hrædd um að erfiðlega ganga að manna allar stöður í Reykjavík. Þessi frétt birtist í Fréttablaðinu í dag og á ég erfitt með að skilja hana. Ég er kannski enn ekki vöknuð. En útskýrið endilega.
Lifið heil
R
Athugasemdir
Ég er alveg glaðvakandi og ekki skil ég þessa frétt, annars vegar að það vantar 69 kennara og hins vegar að búið er að manna allar kennarastöður. Kannski að búið sé að manna kennarastöðurnar með ófaglærðum. Ég bara spyr.
Kveðja, Hrafnhildur
Hrafnhildur Svendsen (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 19:38
Verð að taka undir orð ykkar með dapran fréttaflutning eða sýn menntasviðs Reykjavíkurborgar - hvað er fullmannað?
Hafði spurnir af því að þrjár sex ára deildir yrðu í skóla einum í Hafnafirði og á föstudaginn var ekki búið að ráða neinn umsjónakennara þar, þannig að höfuðborgarsvæðið er í miklum vandræðum í þenslunni.
Kveðja góð,
Bjarkey Gunnarsdóttir, 12.8.2007 kl. 10:16
Já og nú er farið að styttast í að kennarar mæti til starfa og margir farnir að undirbúa veturinn. Ég man ekki eftir verra ástandi. En það sem mér hefur fundist vanta hjá þeim fréttamönnum sem hafa fjallað um vandann er spurningin "hvað verður gert ef ekki tekst að manna þessara stöður?"
Rósa Harðardóttir, 12.8.2007 kl. 16:01
Já, þetta er athyglisverð fréttamennska satt segið þið!
Sigríður Karen Bárudóttir, 17.8.2007 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.