Ekki samkeppnishæf laun

Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri Reykjavíkur vakti gleði og von í hjarta mínu fimmtudagskvöldið 2. ágúst s.l. þegar hann sagði það í seinni fréttatíma Sjónvarpsins að laun kennara væru ekki samkeppnishæf við það sem gerist í dag.  Nú verður þetta skólaár notað til þess að skoða launin vel þar sem kjarasamningar verða lausir þegar kennslu lýkur í vor.  Við höfum nú heyrt þetta áður að það eiga að nota tímann vel en ekki hefur það tekist.  Það sem vakti hins vegar von hjá mér er að fræðslustjóri væri að tjá sig um þessi  mál.  Ekki man ég eftir að fyrrverandi fræðslustjórar hafi tjáð sig um þessi mál.  Þannig að ef yfirmaður okkur lætur sig þessi mál varða er kannski meiri von en áður um að loksins takist að "leiðrétta" launamálin. 

Bergþóra Valsdóttir framkvæmdarstjóri Samfok sagði þetta sama þegar hún var innt eftir því hvers vegna hún teldi að erfitt væri að ráða fólk hjá ÍTR, að laun þeirra sem sinntu þessum störfum væru ekki samkeppnisfær.

Júlíus Vífill formaður menntaráðs Reykjavíkur sagði í viðtali við stöð 2  í kvöld að fleiri kennara vantaði nú en áður og svo kom þetta " við viljum auðvitað gera vel við okkar kennara og fá þá aftur.......".  Hann hefur auðvitað líka ætlað að segja og reyna að halda í þá sem enn eru í starfi. 

Allir gera sér grein fyrir því hvar vandinn liggur en af hverju þá ekki að kippa þessu í lag hið snarasta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Nú eru bæði Þorbjörg Helga formaður leikskólaráðs og Júlíus Vífill búin að tjá sig, en bæði segja þau hendur sínar bundnar, kannski er bara að biðja Vilhjálm borgarstjóra um skæri til að skera á þessi bönd og leysa málið í eitt skipti fyrir öll. gera almennilega við allt það fólk sem vinnur í skólakerfinu.

Kristín Dýrfjörð, 10.8.2007 kl. 13:07

2 identicon

Þetta með þessi blessuðu laun....fyrir mér er tekjuskatturinn allt of hár...hreinlega hagfræðileg heimska....þar þarf að taka til hendinni svo launafólk þurfi ekki stöðugt að berjast fyrir hækkun á launum...lítum aðeins til baka og skoðum ferlið í launabaráttu kennara....við þurfum nýja leið og lausn...það er nokkuð ljóst....

Áslaug Ó. Harðardóttir (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband