Veðurhorfur næstu daga

Það má búast við rigningu á höfuðborgarsvæðinu fram á sunnudag, þó sérstaklega í Laugardalnum.  Ástæðan er sú að ég er að fara á fótboltamót með syni mínum.  Þetta er 7. árið í röð sem við förum á fótboltamót með drenginn og ég man bara ekki eftir góðu veðri.  Ef ekki er rigning þá er rok, kuldi óveður nema allt sé.  Það er þó bót í máli að mótin hafa alltaf verið skemmtileg og verða bara betri með árunum.  Þetta mót www.reycup.is verður eflaust það  besta.  Hvað er skemmtilegra en að fara á íþróttamót þar sem mörg hundruð börn og unglingar eru að gera sitt besta í uppbyggilegu tómstundarstarfi.  Þökk sé þeim sem stendur að svona mótum.  Mótshaldarar standa sig oftast með prýði en svo má ekki gleyma þeim fjölmörgu foreldrum sem gera þátttöku barnanna mögulega með því að leggja sitt að mörkum í formi farastjórnar, baksturs og annarra viðvika.

Svo bara upp með regnhlífarnar

Rósa í rigninguspring_clipart_rain_umbrella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl skvís

Það hefur nú aldeilis ræst úr veðrinu. Bongóblíða í Laugardalnum.

Kveðja  

Laugardalsbúinn (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband