Atvinna óskast
2.7.2007 | 10:44
Ágætu landsmenn
Ég er rétt rúmlega fertug kona og óska eftir vinnu. Ég hef kennarapróf og 18 ára kennslureynslu. Er hætt að eiga börn og nokkuð hraust eins og restin af fjölskyldunni. Kann margt og það sem ég ekki kann er ég fljót að læra. Veit margt og ef ég veit ekki þá leita ég bara eftir upplýsingum. En er ég ekki í vinnu? Jú ég er í vinnu sem ég er bara nokkuð ánægð með. Ég er í krefjandi og skemmtilegu starfi og á góða vinnufélaga. Yfirmenn mínir eru skilningsríkir og mundu helst vilja allt fyrir mig gera en hvað er þá að. Jú ég var að fá útborgað og var ekkert sérstaklega glöð. Mín laun eru ekki trúnaðarmál og ég hef ekki verið beðin að þegja yfir þeim. Ég fékk í útborguð laun nú í dag kr. 195.000. Ég geri nú ekkert sérstaklega spennandi fyrir þá peninga. Ég get borgað afborganir af húsnæðisláninu, símareikninginn, fótboltanámskeiðið og golfæfingarnar hjá syni mínum og síðan þarf ég að fá aðsoð með að borga visareikninginn. En ég vinn hvort sem er ekkert í sumar er í endalausu fríi meðan aðrir þurfa að puða og púla og því get ég kannski fengið mér aukavinnu út í sjoppu.
Ég nefndi að yfirmenn mínir vildu allt fyrir mig gera því ekki að biðja um hærri laun. Við sem erum kennarar hjá Reykjavíkurborg getum því miður ekki farið fram á það. Þetta eru launin miðað við mín próf og mína reynslu og nú þarf ég alvarlega að fara að hugsa minn gang. Starfsævin er ekki hálfnuð þannig að ég gæti átt möguleika á öðrum vettvangi. En eru aðrir kennara ánægðir því ekki heyrist mikið í þeim. Nei það tel ég ekki vera og á í næstu skrifum skal ég segja ykkur frá því.
En endilega látið mig vita ef þið hafið hugmynd um skemmtilega vinnu með góðum launum
Lifið heil
Rósa raunamædda
Athugasemdir
Blessuð Rósa
Ég fékk líka útborgað 1. júlí svei mér þá - en tala mín er öllu lægri en þín eða 185 þúsund. Vonbrigðin voru enn meiri þegar dóttir mín fékk útborgað 160 þús. frá póstinum fyrir 3 vikna vinnu - en hún er einmitt á hærra kaupi en ég!
Þetta er ekki hægt. Á sem betur fer góða vinkonu sem ég get sleikt sólina með og það kostar ekki neitt - ímyndum okkur bara að við séum á Spáni.
Sólarkveðjur
Gurrý
Gurrý (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.