Færsluflokkur: Matur og drykkur

Heima er best

Ég fæ aldrei leið á því að elda góðan mat og á sumrin er grillið óspart notað.  Við erum nú samt að breytast í fugla hér á þessum bæ því oftar en ekki verður kjúklingur fyrir valinu þegar staðir er við kjötborðið.  Hann er hollur og endalausir möguleikar í eldun.  En oft er erfitt að finna nýjar leiðir. Um helgina grilluðum við kjúkling eina ferðina enn og heppnaðist bara nokkuð vel.  Hér kemur uppskrift og mynd.Picture 005

4 kjúklingabringur 

kryddlögur:

4 hvítlauksrif söxuð

4 skalottlaukar fínsaxaðir (má nota hálfan venjulegan)

1 tsk kóríanderfræ

1 tsk kummin, malað

1 stöngull sítrónugras

2 rauð chilialdin fínsöxuð

4 msk ólífuolía

Setið allt saman í matvinnsluvél og maukið vel.  Setjið kjúklingabringurnar í maukið og látið marínerast í 2-4 tíma.

Berið fram með kús kús, sataysósu eða kaldri sósu og þessu ágæta salati:

1 poki gott salat t.d klettasalat

1-2 paprikur rauðar, gular eða orange

1 gúrka

1 box kokteiltómatar

1 lítil dós niðursoðnar ferskjur

1 poki litlar mozzarella kúlur

furuhnetur og ristaðar kókosflögur eftir smekk. Öllu blanda saman og gott er að setja smá balsamiksírop  yfir salatið rétt fyrir framleiðslu.

Þessu var svo skolað niður með frönsku eðalvíni  Lamothe Vincent Merlot Cabernet.

skál! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband