Færsluflokkur: Bækur
Dansað við engil
17.4.2006 | 20:34
Ég var að ljúka við lestur bókarinnar "Dansað við engil" sem er eftir einn af þekktustu glæpasagnahöfundum Svía Åke Edwardson. Bókin fjallar um morð á ungum svíum bæði í Gautaborg og heimsborginni London en það er rannsóknarlögreglumaðurinn Winter sem fær að fást við þetta mál. Ég hef ekki lesið neitt eftir þennan höfund áður en varð hrifin. Ég er sérlega áhugasöm um norrænar glæpasögur og varð glöð þegar ég rakst á eitthvað ólesið. Bókin er spennandi nánast frá fyrsta kafla og heldur manni í greipum næstum að lokum mér fannst reyndar síðasti kaflinn of langur. Bókin er vel skrifuð og hefur yfir sér musikalskan blæ þar sem víða er vitnað í tónlist sem sögupersónur hafa yndi af. Hún hafði þau áhrif á mig að ég skellti mér á Lime wire og gróf upp tónlist sem minnst var á í bókinni. Ég gef þessari bók 4 stjörnur.
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)