Reykingar
27.6.2007 | 16:15
Var að lenda rétt í þessu eftir dásamlegar 2 vikur á Tenerife. Þetta var yndislegur tími með hluta af fjölskyldunni og öðrum gestum á besta aldri. En eitt vakti sérstaka athygli mína og sonar míns sem er 12 ára og það voru reykingar. Á Tenerife þá var reykt allsstaðar. Ef maður lagðist á bekk í sundlaugargarðinum þá var næstum öruggt að breska kerlingin á næsta bekk settist upp og fengi sér smók á milli þess sem hún makaði olíu á stóran kroppinn og tuskaði börnin sín til. Þegar við hvíldum okkur á sólböðum og skruppum í göngu eftir strandgötunni eða niður "Laugarveginn" þá átti maður alveg eins von á því að fá sígarettuna í lærið. Á kvöldin stunduðum við hina ýmsu mjög svo frambærilegu veitingastaði sem þarna voru og það var ekki að spyrja að því þegar steikin var komin á borðið þá var karlinn á næsta borðin búin með sína og fékk sér smók. Ég er ekki mjög fanatísk á reykingar og margir af mínum bestu reykja en þetta fannst mér aðeins og mikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jólabókalestur
6.1.2007 | 17:22
Dansað við engil
17.4.2006 | 20:34
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)