Námsferðir

Pantaðu aðventuferð í Alviðru nú fyrir jólin, komdu á jólasýningu í Árbæjarsafn, fáðu leikhóp í skólann....... Svona hljóða tilboð sem berast okkur kennurum þessa dagana eins og reyndar alla aðra.  Þetta er allt frekar skemmtileg ef ekki þyrfti að greiða fyrir þetta.  Nú má ekki lengur rukka nemendur/foreldra  þar sem þetta telst vera hluti af námi og nám er skylda sem ekki á að greiða fyrir.  Þessar skemmtilegu ferðir eða viðburðir geta kosta nem. frá 500 til 3000 krónum, skólar geta  ekki boðið upp á þessa tilbreytingu í námi nema í litlu mæli.  Það kæmi mér ekki á óvart að skólabúðir úti á landi verði lagðar niður þar nema tilkomi fjáröflun.  Það er samt eðlilegt að rukka fyrir mat þann sem nemendur borða í skólanum.  Skóladagurinn er venjulega frá 8:10 til 14:30 og verða nemendur að koma með nesti að heiman eða að kaupa mat á staðnum.  Þar sem nemendur eru skyldugir til að vera í skólanum þennan tíma væri þá ekki ráð að bjóða upp á mat þannig að öruggt væri að allir væru með mettan maga og tilbúnir í verkefni dagsins. Það mætti vera hafragrautur við komuna í skólann, ávaxtatími um 10 og svo hollur og góður hádegismatur.  Nógu háir eru skattarnir.

Lifið heil

Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Rósa

Þetta eru góðir punktar sem þú nefnir - ég sé fyrir mér hringavitleysu. Til hvers að bjóða ferðir ef skólar hafa ekki efni á að fara og nem. borga ekki??

Kv. Líney

Líney (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband