Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Að nota tækifærið?

Það er frábært þegar einhver tekur sig til eins og Einar Bárðar gerði um árið og styrkir gott málefni.  Eins eiga þeir tónlistarmenn sem hafa tekið þátt í þessum tónleikum - sumir árum saman -  heiður skilið fyrir sitt framlag.  En þar sem þeir ætla ekki að taka neitt fyrir ómakið þá þurfa þeir samt að vita á hvaða forsendum þeir gera þetta góðverk og hvað telst viðeigandi.  Ég sjálf fór ekki á þessa tónleika en fékk þetta bréf frá mágkonu minni í gær og langið að deila hennar upplifum með ykkur:

 

Í gær fór ég á styrktartónleika krabbameinssjúkra barna. Ég á son sem greindist með alvarlegt krabbamein fyrir 5 árum og hafa þessi ár verið gríðarlega erfið en Benjamíninn okkar er hér enn, lífsglaður og yndislegur. Svona tónleikar gefa okkur aðstandendum krabbameinssjúkra barna gríðarlega mikið - umhyggja og væntumþykja þeirra sem standa að tónleikunum er ómetanleg og vekur upp kökk í hálsi yfir þeim kærleika sem "börnunum okkar" er sýndur. Hér á ég við alla sem standa að tónleikunum, alla þá sem gefa vinnuna sína til að styrkja þetta málefni, tækjamenn, Háskólabíó, og að sjálfsögðu tónlistarmennina sem koma ár eftir ár. Hæstan ber þó Einar Bárðarson sem er hugmyndasmiður tónleikanna - TAKK EINAR!
Ég fór á tónleikana fyrst í fyrra og þvílík samkennd og kærleikur sem ég upplifði - allir sem mæta á tónleikana eiga að sjálfsögðu sinn þátt í því og tónlistarmenn lögðu sig fram að taka falleg, skemmtileg, og yndisleg lög. Í ár brá svo á að einhverjir tónlistarmenn misskildu kannski á hverskonar tónleikum þeir voru að spila - tilfinningalegt slagorð tónleikanna er KÆRLEIKUR - en ekki pólitískir baráttutónleikar. Bubbi tók lag um nauðgun fjögurra stráka á 14 ára stúlku og í textanum voru lýsingar sem ekki áttu við á svona tónleikum, sérstaklega þar sem fullt af börnum voru á staðnum. Upplifunin var að hann væri að nýta sér stað og stund til að mótmæla réttarkerfinu - gott og blessað - en ekki á styrktartónleikum krabbameinssjúkra barna, bara ósmekklegt "move". Síðan toppaði Jakob Frímann hann með því að koma með innlegg um vöntun á nýju tónlistarhúsi og að enn þyrfti að notast við Háskólabíó (söng þetta inní lagi) - vitandi það að borgarstjóri væri í salnum. Ég átti ekki til orð - þetta voru ekki baráttutónleikar kreppunnar heldur barnanna okkar sem hafa þurft að berjast við helvískan sjúkdóm! Mér finnst maðurinn vera algjörlega taktlaus að átta sig ekki á að þetta var ekki staður og stund fyrir pólitískar rembingar.

 

Lifið heil

Rósa og Eygló


mbl.is Tvær og hálf milljón safnaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband