Menntamálaráðherra og laun kennara

Síðasta verkfall grunnskólakennara eru mörgum enn í fersku minni.  Það var of langt, leiðinlegt og skilaði litlu.  Ég man eftir viðtali sem tekið var við háttvirtan menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu, en þá var langt liðið á verkfallið og hún spurð hvort hún þyrfti ekki að kippa í spotta og stoppa þetta.  Hún svaraði því til að launamál kennara og ástandið sem skapaðist í þessu verkfalli kæmi henni bara ekkert við.  Nú leggur hún til fjögur frumvörp til alþingis um skólamál og er eitt þeirra um menntun kennara.  Í því kemur fram að kennara eigi að hafa 5 ára háskólanám að baka.  Grunnskólakennaranám er nú 3 ár þannig að hér bætast við 2 ár. Þetta á að gerast á nokkrum árum þannig að hægt sé að aðlaga þetta að þeim sem annast menntun kennara og eflaust opna fleiri möguleika fyrir hina sem eru með gamalt próf.  En til þess að laða fólk í 5 ára háskólanám sem lýkur með kennsluréttindum í grunnskóla þarf að koma til veruleg launahækkun kennara.  Þegar Þorgerður var spurð út í þetta á dögunum, taldi hún að það hlyti bara að gerast.  Mér finnst einhver skítalykt af þessu öllu saman.  Alveg get ég verið sammála um að breyta þurfi kennaramenntuninni en það þarf nú þegar að hækka laun kennara miðað við þá menntun og reynslu sem kennara hafa í dag en ef krafist verður 5 ára náms þá þurfum við eitthvað annað en verulegar launahækkanir. Ég er ekki viss um að auðvelt verði að ráða kennara til starfa með 5 ára háskólapróf ef við getum boðið honum 220.000 á mánuði eða hvað haldið þið.

Lifið heil

Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé baráttusögu kennara endurtaka sig. Gæti nánast skrifað næstu mánuði blindandi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:19

2 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Já hún sagði lika að sér finndist að hækka ætti laun kennara strax, en það væri á ábyrgð sveitarfélaganna. Það er alveg merkilegt hvað fólk getur barið höfðinu lengi við steininn. Hún eins og flestir sem hafa haft með þessi mál að gera virðast ekki vilja skilja það að yfirfærslan var tómt klúður og kemur aldrei til með að leiðréttast fyrr en ríkið kemur að málinu.

Lengri menntun þýðir bara að við fengjum líklega laun sem við ættum að fá í dag miðað við 3 ára menntunina.

Bjarkey Gunnarsdóttir, 1.12.2007 kl. 01:38

3 Smámynd: Arndís Hilmarsdóttir

Hæ hæ

það sem ég hef mestar áhyggjur af í sambandi við þetta allt saman er að ég hræðist það sem foreldri að kennarar gangi almennt út í vor og fari í aðra vinnu. Ég er ekki að sjá það að eitthvað gerist stórkostlegt í launamálum kennara, kannski er ég svona svartsýn, veit ekki en allavega fást væntanlega fáir til að fara í 5 ára kennaranám og hafa ekki meira úr bítum en raunin er fjárhagslega. Síðan fyrirr utan það sitja þeir uppi með erfiða nemendur sem enginn vill hafa hjá sér (auðvitað eru hinir góðu líka með) því margir skólastjórnendur og stjórnendur á Menntasviði sem enn dvelja í glerhúsinu eru ekki tilbúnir að axla þá ábyrgð sem sem þeir eiga að axla samkvæmt grunnskólalögum og lögum um sérkennslu. Það gerir það að erfiðara er fyrir kennara að sinna kennslunni og starfsaðstæður eru víða orðnar þannig að enginn vill koma að kennslu miðað við þau laun sem bjóðast og því miður er ég hrædd um að það eigi ekki eftir að lagast!!

Arndís Hilmarsdóttir, 4.12.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband