Kennaranemar

Hjá okkar hafa verið kennaranemar undanfarið. Annars vegar 2 ungar konur sem eru á síðustu metrum námsins og hins vegar þriggja manna teymi sem hefur fengið skólann úthlutað sem sinn skóla og munu sækja til okkar visku og reynslu á næstunni.  Fyrra teymið var hjá okkur í nokkrar vikur og gaman var að spjalla við þær um nám og starf.  En þær sögðu okkur frá því að í þeirra útskriftarhópi vissu þær ekki um neinn sem væri staðráðinn í því að fara í kennslu um leið og námi lyki.  Margir ætluðu í frekara nám en aðrir ætluðu að fá sér góða vinnu.  Svo er spurning hvort þetta sé ákvörðun sem nemarnir tóku áður en þeir hófu nám  eða á meðan á náminu stóð.  Éru of fáir af nýútskrifuðum kennurum sem skila sér í kennslu? Eru það aðeins launin sem fælir fólk frá þessari vinnu? Er það fjölmennur hópur sem endist stutt í kennslu? Þegar stórt er spurt er fátt um svör.

 Hitt teymið var aðeins hjá okkur í viku og eru þau á fyrsta ári.  Þeim kom á óvart að enginn af okkur reyndi að vara þau við  því að leggja kennslu fyrir sig því skólafélagar þeirra sem voru nemar í öðrum grunnskólum höfðu flestir þá reynslu.

Lifið heil

Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl!

kannast við það frá nematímanum að fá yfir mig predikanir um að "forða mér og snúa mér að einhverju öðru vegna vinnuálags og lélegra kjara kennara". Margoft fengið að heyra þetta. En áhuginn lá á þessu sviði og þetta vildi ég læra. Að vísu viðurkenni ég að innra með mér hugsaði ég að þetta gæti ekki verið svo slæmt fyrst allt þetta fólk væri að vinna við kennslu og jafnvel búið að gera svo í áraraðir!! En nú hef ég vaknað við þann vonda draum að þetta var bara engin "míta".

kv.

Hjördís *á hlaupum*

Hjördís (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það er ekki mikil bjartsýni eða jákvæðni í kennarastéttinni, þetta er eiginlega orðið hálf leiðinlegt, og kannski búið að vera lengi.  Það voru 5 kennaranemar hér í 3 vikur í mínum skóla kvöddu síðastliðinn föstudag.

Þetta voru ansi myndarlegir krakkar sem munu útskrifast í vor, enginn þeirra var viss um hvað þau ætluðu að gera næsta haust.  Allavega ætluðu þau ekki að fara kenna, ef launakjör bötnuðu ekki all verulega.  Svona er þetta nú, ætli skólastarfið fari ekki að byggjast á þeim gömlu, sem ekki telja sig þess umbúna að skipta um starf.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.11.2007 kl. 19:05

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já Ingibjörg en þegar þeim sleppir?

Rósa Harðardóttir, 21.11.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband