Mýs eða rottur?

Um 18:30 í gær lagðist ég í sófann fyrir framan sjónvarpið og hugðist sjá hvað væri markvert í fréttum. Þegar fréttatími stöðvar 2 var um það bil hálfnaður sagði Sigmundur Ernir frá því að í einu landbúnaðarhéraði í Kína herjaði músarfaraldur.  Um það bil 2 milljarðar af músum gengu lausar um ræktunarhéruð bænda og vöktu myndirnar sem með fylgdu ugg hjá mér eins og eflaust mörgum öðrum.   En kl. 19 var skipt yfir á RÚV og oftast er maður að heyra sömu fréttar fluttar aftur en af öðrum og með mismunandi áherslum.  Hjá þeim voru mýsnar í Kína búnar að hafa umskipti og voru orðnar af rottum.  Jafn margar en hvort ætli sé betra að hafa um 2 milljarða af músum í héraðinu eða sama magn af rottum.? Hvernig geta mýs breyst í rottur?

Lifið heil

Rósa rottuhrædda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband