Að verða fullorðinn

Fyrir nákvæmlega 18 árum síðan sat ég heima hjá mömmu og prjónaði barnaföt, hlustaði á Savannatríóið og fleiri gömul lög og beið eftir því að mér mundi hlotnast mesta gæfa hverrar manneskju.  Ég áttu von á mínu fyrsta barni.  Aðra eins hamingju var ekki hægt að hugsa sér.  Barnið fæddist stuttu síðar og ekki minnkaði hamingja mín við það.  Svo tóku við uppeldisárin og reyndum við eins og flestir foreldrar að gera okkar bestu.  Ég held að okkur hafi tekist nokkuð vel.  Nú líður að því að frumburðurinn verði 18 ára og því fullorðinn.  Að verða fullorðinn er eitthvað sem gerist á löngum tíma, á leiðinni þarf að fara yfir margar ár, sumar óbrúaðar aðrar ekki.  Við þetta safnar viðkomandi í reynslupokann og notar þegar þörf er á.  Maður vaknar ekki fullorðinn á afmælisdaginn.  Þetta reynist frumburðinum mínum ekki svo erfitt ég held þetta sé erfiðara hjá mér. Ég er ekki að ráða við það að barnið mitt sem var litla barnið mitt í 5 ár, varð svo stóra systir eftir það sé að verða fullorðin og geti tekið ákvarðanir án þess að ég taki þátt í valinu.  Það er ekki þörf fyrir mig eins og það var áður.  Ég er ekki lengur á hliðarlínunni heldur komin vel upp í brekkuna og horfi á úr fjarlægð eða á að gera það en ræð illa við það.  Mér hefur alltaf gengið illa að fá ekki að vera með, vil meira að segja helst fá að ráða sama í hverju það er.  En nú gengur það ekki þannig að ég verð að taka mér tak og reyna að fullorðnast með barninu. Horfa á úr fjarlægð og vera til staðar þegar "barnið" þarf á mér að halda en muna að það er ekki ég sem ákveð hvenær er þörf á mér.

 Ef þið eigið góð ráð í pokahorninu ykkar endilega deilið þeim.

Rósa að reyna að þroskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sæl Rósa. Ég er í sama vanda og þú. Hef í mörg ár hneykslast á mæðrum sem geta ekki sleppt hendinni af börnunum sínum. Er svo skyndilega að átta mig á því að ég hef tilhneygingu til að vera svoleiðis móðir. Er að reyna að vera það ekki. Það er bara svo ótrúlega erfitt! Eina huggunin er að ef við höfum staðið okkur sæmilega þá eru þau klárir og skynsamir einstaklingar sem geta þetta alveg sjálf. Og ef við erum ekki kolómögulegir foreldrar þá vita þau líka hvert þau eiga að leita þegar þau vantar leiðbeiningar og ráð. Við verðum bara að vona að þau vilji leyfa okkur að vera þáttakendur í lífinu þeirra áfram. Annars verðum við vængbrotnar.

Björg Árnadóttir, 17.7.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Takk fyrir þetta Björg.  Gott að vita að fleirum líður eins og mér.

Rósa Harðardóttir, 17.7.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband