Grand Theft Auto

Heyrt hef ég að um eitt þúsund manns hafi gert sér ferð í Elko og BT í Skeifunni aðfaranótt þriðjudags til að festa kaup á tölvuleiknum Grand Theft Auto IV.  Boðið var upp á skemmtun og tilheyrandi. Leikurinn ku hafa fengið hæstu einkunn sem vitað er um og talið er að þetta sé besti leikur sem gerður hefur verið. Þetta þykja mér ekki ekki góðar fréttir. Ég átti spjall við nokkra nemendur mína um daginn, þeir voru að tala um að hittast eftir skóla og spila tölvuleiki. Ég spurði þá hvaða leikur væri nú skemmtilegastur og þeir voru ekki lengi að svara því.  Það var Grand Theft.  Leikur þessi er bannaður innan 18 og drengirnir eru 8 ára.  Þegar ég spurði þá um þetta þá sagði einn kotroskinn "hvað stóri bróðir minn á leikinn, ég fæ að spila hjá honum". Stóri bróðir er 12.  Í sumum tilfellum vissu foreldrana af þessu en ekki í örðum, þeir spiluðu leikinn nefnilega að heiman.  Ég vona því að þessir 1000 leikir hafi verið keyptir af fullorðnum fyrir fullorðna. 

Lifið heil

Rósa rjómaterta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband