Enn af sundkortum borgarstjóra.

Þegar ég sendi kennurum í Reykjavík bréfkornið mitt átti ég von á viðbrögðum en ekki þessu. Takk fyrir.  Vonandi segir þetta okkur eitthvað um þann baráttuhug sem býr í okkur nú þegar við siglum inn í kjarabaráttu.  Flestir eru sammála mér um efni bréfsins frá Degi og margir sendu honum persónuleg bréf um álit sitt á þessum lausnum meirihlutans.  En einhverjir eru að misskilja.  Það er ekki þannig að ég hafi neitt á móti því að fá frítt í sund  þótt það kosti mig ekki 7000 á mánuði eins og hjá honum Gísla fyrir norðan, ég hef heldur ekkert á móti því að skreppa á Þjóminjasafnið svona einu sinni á ári.  Það er hitt hvernig þetta er sett fram.  Við erum með of fátt starfslið í skólunum í dag og flestir eru með meiri kennslu en þeir ætluðu sér.  Við erum með fleiri leiðbeinendur en áður, við erum með fleiri uppsagnir á borðum skólastjórnenda og þeir sjá ekki fram á að geta greitt úr þessari flækju sem komin er. Álagið hefur ekki verið meira þau 18 ár sem ég hef verið við kennslu.  Ástæðan er of lág laun.  Þá kemur þetta góða fríðindatilboð frá borgarstjórn sem á að vera eins og segir í bréfi þeirra til þess að laða að fleira hæft fólk í kennslu. Það eru markmiðin og tímasetningin sem ég er ósátt við.  Fríðindi eru alltaf góð en aðeins ef þau eru veitt í góðum tilgangi.

En baráttuhugur er í fólki það finn ég þannig að enn er von.

Lifið heil

Rósa vongóða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sæl Rósa,

Ég er enn ap pikkhöggvast á fyrra blogginu þínu um formanninn og kennaralaun, er reyndar búin að blogga sjálf um þau.

Ég er ekki bjartsýn fyrir hönd kennara, því miður, það þarf betri forystu og betra fólk í stjórn og samninganefnd.  Fólk sem er tilbúið að gagnrýna sitt eigið fólk, fyrir að vera með skoðanir, mistúlka og vera með skæting, er ekki til þess fallið að ná einhverju fram.  Þar sem ég er stéttvís í meira lagi, mun ég mæta á fundi og láta í mér heyra, en ekki með hávaða eða látum.

Ég er sammála þér að álagið er gríðarlegt, en á meðan við sjálf, látum þetta yfir okkur ganga, þá er ekki von til þess að aðrir geri sér grein fyrir stöðunni, alla vega ekki þeir sem „misnota“ okkur.  Ég er afsaplega glöð yfir því að Dagur skuli reyna að koma eitthvað til móts við okkur, og ég mun ekki trúa því fyrr en ég tek á því, að hann sé að undirbúa það að geta gert einhvern hallærissamning við okkur.

 Takk fyrir að vilja gerast bloggvinkona mín

kveðja,

Fríðust seinni partinn 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.11.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband