"Betur settir á leikskóla"

Þetta var fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag og þegar betur er að gáð eru það nýútskrifaðir kennarar eru betur settir launalega á leikskólum en í grunnskólum borgarinnar.  Ég skrifaði nú grein um þetta s.l. haust á spjallvef kennara og fékk ekki mikil viðbrögð, nú er þetta orðið fréttnæmt. Í undirfyrirsögn segir enn fremur að Reykjavíkurborga hafi auglýst yfir 50 stöður á sunnudaginn en rétt skal vera rétt og raunin er að um 65 kennara vantar í grunnskóla Reykjavík samkvæmt auglýsingunni því þar sem vantar í 1/2 stöður  verður að ráða heilan kennara, því fáir sinna hálfri stöðu hér og hálfri þar þannig að þó staðan sé hálf er kennarinn vonandi heill.  Þar fyrir utan vantar fullt af öðru starfsfólki í skólana eins og stuðningsfulltrúum, þroskaþjálfum, skólaliðum og aðstoðarfólki í eldhús.  En þeir á Menntasvið eru ekki áhyggjufullir og gera ráð fyrir því að þetta reddist eins og alltaf.  Ég man ekki eftir því að í byrjun ágúst hafi ekki verið búið að ráða í 5 stöður í þeim skóla sem ég hef unnið við eins og raunin er nú.  Ólafur Loftsson formaður grunnskólakennara hefur á tilfinningunni að fleiri séu að fara úr stéttinni en hefur ekkert annað en tilfinningu fyrir því, hvenær ætlar hann að fá vissu í því máli?  Kannski eftir 22. ágúst þegar skólar hafa verið settir og sumir bekkir hafa ekki kennara.  Brjánn sá sem skrifar fréttina spyr ekki viðmælendur sína hvað verði gert í haust þegar börnin ykkar mæta í skólana og ekki eru nógu margir starfsmenn í þar? Hvenær ætla foreldrar að láta í sér heyra?  Er þeim alveg sama hver það er sem stundar kennslu í skóla barnsins og skiptar það ekki neinu máli.  Sama fólk getur svo kvartað yfir vondri lykt í húsum og bílum, of háu ófengisverði, að skattskráin sé sýnileg, að álver rísi hér og þar, að veðrir sé of gott eða vont en ekki um hvort skólastarf sé viðunandi og skólinn sé fullmannaður.

Það getur verið að ég sem er með 250.000 kr. á mánuði sem grunnskólakennari sé betur sett Brjánn minn á leikskólum borgarinnar en þá aðeins launalega.  Ég hef menntað mig sem grunnskólakennara og líkar það starf vel, vildi helst halda mannsæmandi launum við það.  Ég er örugglega betur sett launalega í öðrum störfum í þjóðfélaginu heldur en þeim sem snúa að uppeldi og menntun barna.

Lifið heil

Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hef greinilega illa fylgst með...hvað er eiginlega í gangi...eru kennarar kannski að forðast breytta kennsluhætti...ekki bara kaupið...eða hvað???

Áslaug Ó. Harðardóttir (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 21:53

2 identicon

Já það má heita undarlegt að ekki skuli vera almenn umræða um stöðu kennara. Það virðist alltaf "enda" þannig að við sem í stéttinni erum erum sögð kvarta yfir laununum okkar og allt þetta frí. Hversu oft heyrir maður þetta ekki ennþá? Allir vilja betri skóla og gæðakennslu en það er eins og foreldrar sofi þangað til alvaran skellur á þá og eins og þú segir kannski enginnn kennari í bekknum barnsins þeirra í haust.

Veit ekki af hverju við fáum foreldra ekki með okkur í opinberan áróður og almenn mótmæli vegna lélegra launa.

kv. Bjarkey

Bjarkey (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Skólastjórar þurfa líka að standa með kennurum í kjarabaráttu.  Nú er lag.  Í haust þegar vantar kannski 2-7 kennara í skólann á skólastjórinn að senda út tilkynningu um að því miður sé ekki möguleika á að halda úti fullnægjandi kennslu þar sem menntaða kennara vantar.  Þá taka foreldrar kannski við sér.  Við sem erum í  fullu starfi og ætluðum okkur ekki meira við þurfum að standa við það.  Ég veit nefnilega að það er reynt að a redda þessu með því að hlaða á kennara sem eru á staðnum og fræðsluyfirvöld segja bara að skólastjórar séu ábyrgir fyrir sínum mannaráðningum.

Rósa Harðardóttir, 8.8.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband