Nóg af venjulegum mönnum til...

....sagði Sigmar Maríusson, gullsmiður og stórvinur Stórvals þegar hann var spurður hvort Stórval hefði ekki komið fólki fyrir sjónir sem hálfgerður furðufugl.  jú sem betur fer því nóg er af venjulegum mönnum og gott að einn og einn sé svona. Sigmar talaði fallega og af virðingu um þennan merkilega mann og vekur okkur til umhugsunar um hve dýrmætt er að bera virðingu fyrir öðrum eins og þeir eru.  Ekki að reyna breyta fólki og steypa öllum í sama form.  Þetta þurfum við sem vinnum með börnum að hafa í huga á hverjum degi.

Hér getið þið hlustað á viðtalið. 

Lifið heil

Rósa á róandi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það gefur lífinu lit að fólk er ekki eins.

Í dag er raðið á börnin sérfræðingum til að reyna að gera þau öll eins. Þvílík vitleysa.

Ég man eftir Stórvali, hann hélt stundum málverkasýningar í bakggarði hjá húsi föður míns til að sýna honum hvað hann var búin að mála. Það var gaman.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.7.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Kannski er það ekki rétt hjá mér, en einhvern veginn finnst mér eins og þessum skrýtnu skrúfum hafi fækkað í gegnum tíðina.

Ég man t.d. eftir þó nokkrum einstaklingum úr minni barnæsku sem voru óvenjulega óvenjulegir og settu svip á borg og bý með útliti sínu, hegðun og uppátækjum. Mér finnst ég verða minna vör við  svona "litríkt" fólk í dag.

Anna Þóra Jónsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já, ég hlustaði á viðtalið við gullsmiðinn og fannst það ljúft.

Ég verð að taka undir með Önnu Þóru að mér finnst þetta sama og hún með það að þeir sem eru skrýtnir, öðruvísi eða athyglisverðir eru ekki eins mikið á stjái og ég man eftir úr bernsku og á uppvaxtarárum mínum í Reykjavík.

En hér á Akranesi eru allir þessir athyglisverðu á stjái og margir þekktir einstaklingar þar á ferð. Það gerir líklega smæðin og fæðin.

Edda Agnarsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:20

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ætli skýringin á brotthvarfi þessara skrítnu einstaklinga sé ekki að hluta til eins og Edda skrifar að þeir séu enn á ferli á Akranesi og það geri líklega smæðin og fæðin. - Gæti alveg trúað að það ætti við hér í Reykjavík. -

Og  kannski líka það,  að t.d."rónaumhverfið" hefur breyst mikið, svo þeir sem eru "einstakir" ná ekki fótfestu hér í Reykjavík vegna áreitni frá þeim sem nú kallast "útigangsfólk" eða "nútímarónar".

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.7.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Inga María

Nei nei ..nóg af skemmtilegur persónum ...bara horfa vel og líta vel til beggja hliða.

Inga María, 20.7.2008 kl. 11:09

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held að þeim fari fækkandi Stórvölunum á Íslandi. Það gerir tæknin.

Ég á sem betur fer eitt stk. Stórval, Skjaldbreiður með tveimur hestum með þekjulitum á krossvið með gati.

Takk fyrir að minna okkur á.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.7.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband