Nýtt líf

Þegar unglingurinn var farinn í vinnu í morgun þá ákvað ég að skríða aftur upp í, hef ekki gert þetta lengi.  Um 9:02 vaknaði ég við  hljóð úr símanum á náttborðinu. Sms frá Önnu vinkonu minni sem sagði mér að komið væri að fæðingu.  Ég hentist á fætur, í sturtu, tannburstaði mig og var komin til hennar um kl. 9:20.  Þá voru 2 hvolpar fæddir.  Sá fyrsti hafði fæðst um 4:30 og því miður dáinn. Það var merkilegt hvernig tíkin tók því. Hún tók hana í kjaftinn og fór með hana út, þar sem hún gróf hana í holu sem hún hafði grafið daginn áður.  Næsti hvolpur kom um 8:30 og átti hún hann úti á grasi.  Þegar ég kom var Snotra orðin þreytt og virtist eiga erfitt með þetta allt.  Um 12:10 kom svo þriðji hvolpurinn og fæddi hún hann líka úti á grasi, ég ætla að eiga hann, finnst ég eiga eitthvað í honum. Um 13:40 kom sá fjórði án þess að við yrðum þess varar.  Eftir það biðum við nokkuð lengi og áttum von á einum í viðbót en ekki var hann komin þegar ég yfirgaf yfirsetuna um kl. 17:20.  Þetta var gaman og ný upplifun fyrir mig, ég hef ekkert séð fæðast síðan ég var í skólaferðalagi í 5.bekk, en þá sá ég kálf fæðast á Hvammi.  Mínar fæðingar eru ekki taldar með ég horfði ekki á þær.  Þetta er alltaf jafn mikið undur.

Lifið heilPicture 040

Rósa yfirsetukona 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

En spennandi - ertu s.s. búin að fá hvolp? Hvernig tegund er svo hvolpurinn þinn?

Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Það er vandamálið. Helmingurinn af fjölskyldunni er til í hvolp, hinir eru að hugsa, en ég er ekki viss um að neinn ætli sér að þrífa eftir hann.  Og þetta með tegundina. Mamman er hreinræktuð Beagle tík ættbókarfærð og allt það en hún strauk og náði sér í óléttu hjá einhverjum sem við erum ekki alveg með á hreinu. Líklega íslenskur. Þannig að hvolparnir eru hreinræktaðir blendingar

Rósa Harðardóttir, 2.7.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Til hamingju með að vera orðin "hundamamma" 

Veistu, að um leið og hvolpakrúttið verður komið inn á heimilið þá á hann eftir að stela  úr ykkur öllum og það finnst alltaf einhver til að hugsa um hann (verður jafnvel ifist um það). Góð gæludýr eru gulli betri. Ég á reyndar bara kött - en ég ætlaði sko alls ekki að hleypa neinu gæludýri inn á heimilið þegar dóttir mín kom með hann fyrir rúmum 4 árum inn á heimilið. En lét undan - og hef ekki séð eftir því síðan. Við erum miklir mátar við Skuggi og það elska hann allir á heimilinu ofurheitt.

Anna Þóra Jónsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:50

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúllur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband