Ég er listakona!

Í gær þegar degi tók að halla gerði ég mér grein fyrir að listin fyrir sumarið væri ekki kominn upp á ísskáp. Ég er nefnilega listakona.  Ég geri lista yfir allt mögulegt. Ég skrifa lista yfir þær bækur sem ég les, yfir það sem ég ætla að versla í búðinni, hvað ég gef hverjum í jólagjöf, hvað ég ætla að gera í vinnunni í dag og svo mætti lengi telja.  Ég strika svo yfir jafnóðum og verki er lokið.  Ég byrjaði á þessu þegar ég var unglingur.  Ég man eitt árið gerði ég lista yfir allar þær bækur sem ég las frá 1. janúar til loks árs og urðu þær 370, verst þykir mér að hafa hent listanum.  Þegar skólasystur mínar byrjuðu að eiga börn upp úr 16 ára aldri þá skráði ég niður nafn móður, barns og ár.  Um daginn hitti ég svo eina þeirra sem átti barn um tvítugt og flutti út á land.  Hún var með ungum manni, þegar ég hafði heilsað henni sneri ég mér að unga manninum og sagði "þú hlýtur að vera Hlynur". Ég mundi að ég hefði skrifað það hjá mér fyrir 23 árum síðan. Þau litu á mig í forundran og héldu sitt. En listinn sem ég skrifa þegar ég fer í sumarfrí er eins á hverju ári, hann er hengdur upp á ísskáp og er þar nokkuð lengi.  Það versta við hann er að það er lítið strikað út af honum. Hér er listinn í ár:

  • fara í garðinn (2svar)
  • taka til í skápum
  • fara í Sorpu (ef það verður farið í skápana
  • klára peysuna ( það er tími til kominn, 6 ár síðan byrjað var)
  • Steikja kleinur (ef það rignir)
  • heimsækja GSM
  • taka til í bílskúr
  • ganga á Esjuna
  • hjóla í bæinn
  • skipuleggja næsta vetur
  • halda boð

Það er kannski ekkert skrítið að ekki sé strikað yfir nema fátt á hverju sumri, hver nennir að eyða sumrinu í skápunum.

Lifið heil

Rósa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Þú ert æðisleg Rósa, gaman að lesa bloggið þitt. Já láttu skápana eiga sig. Ég er ekki með hurðir á mínum fataskápum því ég held því fram að ef hurðir eru til staðar þá safnast raki í flíkurnar og þær hlaupa. Það er alla vega mín reynsla.

Steinunn Þórisdóttir, 26.6.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú ert brandari!

Edda Agnarsdóttir, 26.6.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ertu ekki farin að nota "to do" kerfið í outlúkkinu,- eða Lotus.  Lífsnauðsyn fyrir listakonur eins og okkur greinilega ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Listarnir eru ákveðið kikk, sem ,,to do" kerfið reddar ekki. Ég nota reyndar hvort tveggja, en það er ekkert sem jafnast á við að krota yfir eða x-a við eitthvað á lista sem er búið. Svo er sagt að það sé mjög gott gegn stressi að útbúa lista, sammála því, og þetta er bara rosalega gott skipulag. Áfram listafólk!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.6.2008 kl. 23:04

5 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Ég geri bara lista þegar ég VERÐ að gera hlutina fyrir einhvern ákveðinn tíma.....annars "kidda" ég bara sjálfa mig með því að segja:,,Ég geri þetta bara á morgun, eða næst þegar það er ekki sól."

Það er list að gera góðan lista og það er auðvitað betra að hafa lyst á því sem gera þarf.

Anna Þóra Jónsdóttir, 26.6.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband