Af hverju hefur áhugi á kennslu minnkað?

Þessi frétt vekur eflaust upp margar spurningar sem ekki náðist að svara.  Af hverju hefur áhugi á kennaramenntun dvínað og gaman væri að fá nýlega könnun á því hvert þeir kennarar fara eftir útskrift.  Fyrir mér er þetta mjög einfalt mál.  Áhugi á kennarastarfinu hefur minnkað því launin eru ekki nógu góð.  Þó lengingin í 5 ár hafi ekki tekið gildi þá er hún í umræðunni og margir hafa ákveðið að fara í annað því þau laun sem í boði  eru eftir fimm ára háskólanám eru ekki boðleg. Neikvæð umræða um kennara sem koma upp á hverju ári hafa líka áhrif á ákvörðun ungs fólks.  En það er annað sem gleymist. Margir kennarar hafa snúið til annarra starfa undafarin ár og er það aðallega tvennt sem kemur til.  Launin eins og fyrr segir og síðan álag. Kennarar finna fyrir meira álagi en var í kennslu fyrir 10 árum og fara í önnur störf því þeir geta einfaldlega ekki meira.  Þetta finnst mér vera áhyggjuefni.  Þetta þarf að skoða áður en við missum úr skólunum kennara á miðjum aldri vegna álags, því ekki koma svo margir í staðinn. Við missum einnig úr skólunum unga kennara eftir stuttan starfsferill því þeir þola illa álagið.  Nú er að hverfa af vinnumarkaði stór hópur kennara vegna aldurs, eftir eru kennarar á besta aldri sem reyna að lokka til sín nýútskrifaða og segja þeim hversu gefandi og skemmtilegt starfið sé sem það er þrátt fyrir ....... 

Í greininni  kemur fram að ágætlega hafi gengið að manna stöður grunnskólakennara í vor og síðustu spár hafi ekki bent til annars en að framboðið verði nægt.  Ef farið er inn á vef Menntasviðs eru þar auglýsingar um 50 kennarastöður í Reykjavík, eflaust er búið að ráða í nokkrar þeirra en hitt veit ég að aðrar voru ekki auglýstar.  Þannig að nú þegar skólastjórar eru að fara í sumarfrí þá vantar um 50 kennara í Reykjavík.  Kennararnir sem fóru í önnur störf hafa ekki skilað sér aftur þótt búið sé að semja og möguleikar á annarri vinnu færri. Ástandið í fyrrahaust var slæmt og veit ég að það verður betra á komandi haust en betra er ekki nóg, best er best. 

Ingibjörg til hamingju með daginn

Lifið heil

Rósa 


mbl.is Minni áhugi á kennslu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

....þetta er sannalega umhugsunarvert. Ég hef altjént ekki misst áhugann og er strax byrjuð að hlakka til næsta skólaárs 

Við sem erum á "besta" aldri virðumst reyndar haldast einna best í starfi og ég hef einnig tekið eftir því að mætingar okkar kynslóðar í vinnunna eru marktækt betri en annara kynslóða. (Hér alhæfi ég auðvitað svolítið en það segir sig auðvitað sjálft að einstaklingur sem hefur komið börnum sínum á legg þarf síður að vera heima hjá veikum börnum.)

Ég tek undir áhyggjur þínar af ungu kennurunum sem mér finnst að við ættum að hvetja frekar til dáða og styðja betur við á fyrstu metrunum í kennslunni. Held reyndar að kandidatsár (4árið) gæti verið lausn á því vandamáli. Svo er talað um að krúttkynslóðin sé að koma inn á vinnumarkaðinn...miðað við þær sögur sem fara af henni - er ekki líklegt að mörg þeirra velji sér kennslu að ævistarfi. Til þess er ábyrgðin, og vinnuálagið of mikið og launin of lág.

Anna Þóra Jónsdóttir, 20.6.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já Anna Þóra ég hef lengi sagt það að kadidatsár vantar í kennaramenntunina, held að það hefði verið farsælla en að lengja námið um 2 ár með auknum rannsóknum og fræðigreinum.  Góð handleiðsla og stuðningur getur gert gæfumuninn þegar þú ákveður hvort þú sért tilbúin til að halda áfram í þessu vandasama starfi. 

Rósa Harðardóttir, 23.6.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband