Skóli án aðgreiningar

Þorsteinn Sæberg skólastjóri í Árbæjarskóla gerði þjónustu við fötluð börn að umfjöllunarefni í ræðu sinni við skólaslit nú í vor. Þetta þótti tilefni til fréttar í Mogganum sem birtist mánudaginn 9. júní.   Þar segir hann réttilega að margra mánaða bið sé á barna og unglingageðdeild og jafnvel marga mánaða bið á Greiningarstöðina. Á meðan bíða þessi börn eftir aðstoð og greiningu í sínum skólum.  En hvað gerist eftir greiningu? Í mörgum tilfellum fá börn þá aðstoð og hjálp sem þau þurfa en í öðrum tilfellum ekki.  Skólinn er oft ekki í stakk búin til að vinna með þessum börnum.  Börn með miklar geðraskanir fá oft á tíðum ekki þá umgjörð sem þau þurfa því hin almenna kennara skortir þekkingu og tíma til að sinna þeim. Við höfum heyrt það undanfarin ár að greiningum hafi fjölgað og langir biðlistar hafi myndast. Í greininni segir hann ennfremur að hann sé  mikill talsmaður skóla án aðgreiningar og fagnar þeirri stefnu mjög. Auðvitað gerir hann það.  Hvað skólastjóri gerir það ekki.  Þetta er stefna skólayfirvalda í Reykjavík og skólastjórar þurfa að vera talsmenn hennar. Stefnan er góð og vonandi geta allir sem koma að skólamálum í borginni verið sammála henni en því miður er ekki nóg að hafa góða stefnu ef ekki gengur vel að fylgja henni eftir.  Til þess þarf meiri pening og meiri sérþekkingu.  Erfitt er að ráða þroskaþjálfa til starfa og sálfræðiþjónusta innan skólanna er allt of lítil.  Stuðningur við kennara sem er allir að vilja gerðir er of lítill til þess að sinna þessum nemendum svo vel sé. Af þessu skapast hægur bati og oft meiri einkenni en ella þannig að skólagangan getur verið gloppótt.  Þetta þarf að laga hið fyrsta svo öllum börnum líði vel í skólanum það er forsenda náms.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1220736

Lifið heil

Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Já, það er nefnilega ekki alltaf það sama að vilja og að geta.

Á meðan okkur skortir menntaðan mannskap til að sinna þessum störfum, lögum við ekki vandann.

Á meðan við viljum ekki leggja mun meiri peninga í menntakerfið í heild, lögum við ekki vandann.

..og síðast en ekki síst, á meðan við skoðum ekki í alvöru hvernig við getum notað það fjármagn sem úr er að spila og þá þekkingu og úrræði sem við búum yfir, á sem hagkvæmastan og bestan hátt fyrir samfélagið, lögum við ekki vandann.

Hér er nefnilega ekki málið að aðhyllast einhverjar útópískar stefnur -  þó útópíur séu auðvitað flottar píur - heldur gera hlutina þannig að þeir virki (nokkuð vel) fyrir alla. Ekki eins og manni finnst þeir vera í dag þ.e. að þeir virki eiginlega ekki fyrir neina.

Anna Þóra Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband