Lenging skólaársins....eitthvað merkilegt?

Jæja þá styttist í skólalok og þessi síðustu spor skólaársins er oft þung og erfið fyrir marga.  Misjafnt er hvernig skólar hafa unnið úr þessari lengingu.  Í mörgum skólum er komin nokkur reynsla á vorþema, sérstaklega í unglingadeildum.  Þá er vinna nemendur fjölbreytt verkefni og úrfærsla oft eftir þeirra áhuga og getu.  Sumir skólar hafa þróað útikennslu og leggja áherslu á umhverfismennt.  En því miður eru til skólar þar sem þessir dagar eru ekki nógu vel undirbúnir.  Nemendur mæta í skólann, skóladagurinn jafnvel "skertur" og ekkert sérstakt er á dagskrá.  Þetta getur nú farið með stóra og stæðilega drengi sem hafa fengið að sitja í sætinu allan veturinn og unnið á A4 blöð.  Þeir eiga pússuð hjól í skúrnum og góða gönguskó sem þá langaði að nota nú í vor en ekkert uppbyggilegt er í boði.  Ég var þeirrar skoðunar þegar skólaárið var lengt að byrjað hefði verið á vitlausum enda.  Fyrst hefði átt að endurmennta kennarar, síðan hefði átt að setja í þetta eyrarmerkta peninga sem nota ætti í ferðir og svo mátti skella lengingunni á.  Hvaða skólaritari, skólastjóri og kennari hefur ekki fengið svona upphringingu í maí."Heyrðu ég var að velta því fyrir mér hvort þið væruð að gera eitthvað merkilegt þessa seinustu daga, við erum búin að bóka sólarlandaferð?" Ég skil vel að enn sé hringt í suma skóla með svona spurningu því miður. 

Lifið heil

Rósa þreytta 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga Hjólína

Sæl. Mitt fyrsta innlit hjá þér. Sem foreldri drengs í skólanum sem ætlar að bíða og sjá til með útikennslustofuna þá verð ég hreinlega að taka undir með þér. Það var byrjað á vitlausum enda hvað skólaárið varðar. Ójá.

Sigga Hjólína, 28.5.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband