Atvinna í boði

Jæja nú er fríið á enda og vinnan byrjar í fyrramálið.  Ólíkt sætu strákunum á myndbandinu í síðustu færslu þá hlakka ég til að mæta.  Nú er að bretta upp ermarnar og gera allt klárt fyrir lokatörnina í skólanum.  Stutt eftir fram á vor.  En vorboðinn er mættur í formi atvinnuauglýsinga skólayfirvalda víðsvegar um landið.  Þetta birtist í hátíðardagblöðunum.  Í Reykjavík er búið að auglýsa eftir 87 kennurum í 26 skóla, enn eru nokkrir skólar eftir að auglýsa þar sem starfsmannaviðtölum er ekki lokið.  Kennara vantaði reyndar á flestum stöðum í eintölu þ.e. "kennara vanta á miðstig, kennara vantar á yngsta stig", og veit ég að í mörgum tilfellum er átt við fleiri en einn á hverju stigi.  Þá margfaldast þessi tala 87.  Í öðrum sveitafélögum vantar einnig slatta af fólki, Reykjanesbær er með stóra auglýsingu og fleiri spennandi staðir.  Næstu daga fáum við vonandi að heyra eitthvað meira frá samninganefndinni sem verður síðan til þess að auðvelt verður að ráða í þessara stöður.  Eða því verðum við að trúa.

Lifið heil

Rósa rauða 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Ég mæti á morgun, full tilhlökkunar. Við í mínum skóla eigum flest hver eftir að fara í starfsmannaviðtöl svo það á eftir að koma í ljós hvað vantar hjá okkur. 

Svo er það spurning hvaða áhrif allt þetta  krepputal í samfélaginu hefur á kennara. Sagt er að þegar kreppi að á vinnumarkaðinum snúi margir kennarar aftur til starfa og skólarnir mannist án þess að til verulegra kjarabóta komi. Þetta krepputal hefur líka hugsanlega neikvæð áhrif á þá kjaraleiðréttingu sem stéttin hefur verið að stefna að og er löngu, löngu tímabær.

En ég ætla samt að vera bjartsýn - enda vor í lofti

Anna Þóra Jónsdóttir, 24.3.2008 kl. 18:33

2 identicon

Krepputal hefur allt verið í tengslum við lausa kjarasamninga. Og þessi aðferð klikkar ekki. Launamenn fá móral yfir þessu neyslufylleríi. 87 kennarar er sá kennarafjöldi sem er í meðal grunnskóla. Það er mikið og það í höfuðborginni. En samdráttur á vinnumarkaði á ekki að setja átthagafjötra á kennara.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 20:12

3 identicon

ég las "kennara" reyndar í fleirtölu....

Áslaug Ó. Harðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband