Æ greyið

Vinur minn, ungur maður á milli tvítugs og þrítugs, sem er að kaupa sína fyrstu íbúð og á von á fyrsta barni sínu fékk upphringingu frá Capacent á dögunum.  Þetta var launakönnun sem þeir gera reglulega og vinur minn svo heppinn að vera dreginn út.  Hann var spurður hvað hann hefði í laun á mánuði: ertu með undir 250.000 þúsund, 250 - 400.000 og svona hélt spyrillinn áfram.  Þegar hún loks stoppaði upptalninguna gat vinur minn stunið upp "Þetta sem þú nefndir fyrst undir 250" þá spurði forvitinn spyrillinn "við hvað starfar þú'" og vinur minn sagði stoltur "grunnskólakennari". Í stað þess að fara í næstu spurningu þá missti spyrillinn út úr sér "æ greyið"!!!!

 

Lifið heil

Rósa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að vora!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband