Að vinna fyrir sér

Mér verður oft tíðrætt um launamál kennara og læt ekki staðar numið.  Í dag hitti ég kennara sem hefur starfað sem við kennslu í 20 ár.  Hún er fræbær kennari, mikil fagmanneskja, ósérhlífin, dugleg, hjálpsöm og svona get ég lengi talið.  Við ræddum um launamál.  Hvað við værum með í laun og hve vinnuframlagið væri mikið.  Þá sagði hún setningu sem situr í mér. Þetta var eitthvað á þessa leið.  "Ég hef nú ekkert verið að pæla mikið í hærri launum ég hef alltaf haft ágæta fyrirvinnu". Mér brá og þetta kom mér á óvart en eflaust hef ég eitthvað misskilið hana. En er ekki þarna sem hundurinn liggur grafinn? Er þetta ekki einmitt ástæðan fyrir því að launin eru ekki hærri, "kennslukonur" hafa haft of góðar fyrirvinnur.  Ég er fyrirvinna, sama hve stór fjölskylda mín er, hverjum ég bý með ef einhverjum, mitt starf er vinnan mín sem ég er svo heppin að hafa gaman af, ekki áhugamál.

Lifið heil

Rósa fyrirvinna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru 30 ár frá því ég heyrði þessa setningu fyrst. Og oftlega síðan.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já en fyrir 30 árum Gísli en í dag, að við skulum heyra þetta í dag það finnst mér verra.  Er nokkur von um kjarabætur ef stór hluti (vonandi ekki svo stór) þarf ekki að lifa af tekjunum.

Rósa Harðardóttir, 22.2.2008 kl. 12:13

3 identicon

Voru ekki einhverjar kennslukonur sem við þekkjum Rósa, sem kalla þetta sjerrýpeninginn sinn!!!!

Heiða (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 20:38

4 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Þú veist hvað kennarar eru nú flinkir að gera mikið úr litlu  ....þess vegna tekst þeim að lifa af þessu lítilræði kvensæmandi lífi.

Annars er það nú bara þannig að flest heimili virðast þurfa tvær fyrirvinnur ( jafnvel þó önnur þeirra sé ekki kennari )

Anna Þóra Jónsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:37

5 Smámynd: Rósa Harðardóttir

kvensæmandi lífi...... þetta er fallegt orð sem þarfnast útskýringar!

Rósa Harðardóttir, 23.2.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Rósa, það er alkunna hvað konur (amk. sumar) eru nægjusamar, smanber hin hagsýna húsmóðir  og hafa alltaf þurft lægri laun en karlar til að komast af í lífinu. Það er kannski vegna sem þessi margumtalaði launamunur hefur aldrei jafnast almennilega út.

Anna Þóra Jónsdóttir, 24.2.2008 kl. 10:29

7 identicon

Kæra Rósa

Verð bara að kvitta fyrir mig , hér ert þú á heimavelli það er greinilegt og alveg spurning um að koma þér á þing svei mér þá.. 'Eg man hvað þú áttir marga pennavini í gamla daga og átt eflaust ennþá.

Gaman að lesa pistlana þína gamla vinkona

kv.Gumma

Gumma (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:47

8 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Takk Gumma, gaman að heyra frá þér.

Rósa Harðardóttir, 27.2.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband