Öskudagur

Síðustu ár hefur það verið hefð að reykvískir grunnskólakennarar sæki ráðstefnu á öskudag.  Nú í ár var það engin undantekning. Öskudagsráðstefnan var haldin á Hilton og var yfirskriftina "Halakörtur og hagnýt ráð".Þarna voru samankomnir um 600 grunnskólakennarar og skólastjórnendur. Aðalfyrirlesarar voru þau Laura Riffel sérfræðingur í bekkjarstjórnun og hegðunarfrávikum og John Morris skólastjóri í Ardleigh Green Junior School í Essex Englandi.  Í stuttu máli voru þessir fyrirlesarar frábærir og er það margt sem við getum lært af þeim.  Það er gott að fá tækifæri til að hlusta á fólk sem náð hefur árangri í kennslu og vakið  athygli.  Á sama tíma er einnig vert að skoða það  sem vel er gert hér á landi eins og stutt innlegg Nönnu Hlífar Ingvadóttur tónmenntakennara í Vesturbæjarskóla í upphafi ráðstefnunnar, það var frábært. Ég var svo heppin að fá að sitja námskeið með Lauru Riffel á þriðjudaginn, mig langar að taka fyrstu flugvél til London og sjá betur hvernig John vinnur með drengi í skólum en kannski er best að skella sér í dagsferð vestur í bæ og sjá hvað verið er að gera þar. En skemmtilegast af þessu er komast út úr húsi, hitta aðra kennara og hlæja saman, við komum margföld til baka eftir þennan stutta tíma, tilbúin til að prófa eitthvað nýtt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég ekki vitna í þetta í Skóla-akri? http://skoladeild.akureyri.is/skolaakur-frettabref/yfirlit.htm með smá viðbót frá þér?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Velkomið.

kv

Rósa 

Rósa Harðardóttir, 8.2.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband