Að róast

Jæja þá er maður komin í fréttirnar en það var aldrei markmiðið. Aðeins að opna umræður á milli kennara í Reykjavík þar sem lítið hefur farið fyrir þeim.  Misjafn er hversu mikil umræða er á kennarastofum borgarinnar og hve samgangur er mikill. En það tókst og það er ég ánægð með. Í nýju fréttabréfi Félags grunnskólakennara kemur fram að ekkert verður látið uppi um áherslur í komandi viðræðum fyrr en um miðjan janúar og reyni ég að vera þolinmóð þangað til.  Ég ætla að reyna að koma með skemmtilegar fréttir um skólamál þangað til.

Lifið heil

Rósa að róast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Rósa

Þú mátt ekki róast um of því umræða þín um skólamál er löngu tímabær! Þú hefur komið því í verk sem margir kennarar hafa talað um að þyrfti að gera en ekki látið verða af þ.e. að koma umræðu um skólamál á víðari vettvang.

Kristín María (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:59

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Það er rétt þetta er kannski ekki vettvangur fyrir umræðu hjá kennurum en hitt hef ég reynt að opna umræðuna um þessi mál á spjallsíðu hjá kennarafélagi Reykjavíkur.  Ég gerði það í fyrra haust og þá benti ég á launamun hjá leikskólum og grunnskólum en fékk ekki margar athugasemdir. Óft voru líka einhverjir tækniörðuleika, ég frétti af mörgum sem reyndu að svara en gátu ekki.  Í hita leiksins datt mér þetta í hug og það virkaði til þess að opna en svo þarf að halda áfram.  Vonandi gerum við það.

Rósa Harðardóttir, 15.11.2007 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband