stærri bekkir?

Jæja þá eru kennarar komnir til starfa og línur teknar að skýrast í ráðningarmálum. Í mínum skóla vantar enn 4 kennara, ert þú á lausu? Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri var í viðtali í 6 fréttum á Rúv og taldi að þetta yrði ekkert vandamál.  Þetta hefði oft verið svona og alltaf reddast.  Óþarfi að hugsa um hvað ætti að gera ef ekki næðist að manna stöðurnar.  Einnig var talað við Kristin Breiðfjörð skólastjóra Foldaskóla og sagði hann að enn ætti eftir að ráða í margar stöður í Reykjavík.  Hann fékk svo þessa skemmtilegu spurningu hvað verður gert ef ekki tekst að ráða faglært fólk fyrir skólabyrjun.  Jú reynt verður að ráða gott fólk með góða menntun.  Ef það gengur heldur ekki þá verður að fá þá kennara sem fyrir eru í skólunum til að taka eftirvinnu og bæta ofan á þá vinnu sem þeir eru þegar með.  Munar ekkert um það.  Ef það gengur ekki upp þá má líka sameina bekki sem þýðir þetta : Í skóla einum eru þrír 7ára bekkir með 22 nemendum í hverjum.  Það sem aðeins hafa verið ráðnir 2 kennarar þá setum við þessi 66 börn í 2 bekki sem gerir 33 börn í hvorum, það er jú ekkert þak á fjölda í bekkjum lengur er það.  Síðan getum við sett auka stuðningsfulltrúa þarna inn það er að segja ef okkur tekst að manna þá stöðu.  En þetta gengur ekki svona í 5. bekk þar getum við ekki sett bekkina svona saman heldur skiptum tímunum niður á alla þá kennara sem eru í götum.  Það verða því 10 kennarar sem kenna það sem venjulega einn kennari sér um.  Mundi ykkur finnast þetta góðir kostir fyrir ykkar börn ég bara spyr?

Lifið heil

Rósa raunamædda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband