Út úr bćnum

Í dag er föstudagur og ţótt veđurspáin sé ekkert sérstök ţá eru landsmenn ađ gera felliblokkirnar sínar klárar fyrir útilegur helgarinnar.  Ég ćtla hins vegar ađ vera heima um helgina og slappa af.  Lćt ekki draga mig í útilegu nema nokkuđ öruggt sé ađ veđriđ verđi gott.  Helst vildi ég gista á hóteli.  En ég brá mér út úr bćnum í tvígang ţessa viku.  Á mánudag fékk ég upphringingu frá góđri vinkonu sem bauđ mér međ í verslunarferđ út úr bćnum.  Já ţetta var aldeilis skemmtileg ferđ.  Um kl. 19 á mánudagskvöld ţá ţeystu 8 kellingar á hópferđarbíl austur fyrir fjall í búđ sem heitir ţví skemmtilega nafni Sveitabúđin Sóley.  Ţessi búđ er á bćnum Tungu í Gaulverjabćjarhreppi og Sóley húsfreyjan á bćnum rekur búđina í gömlum bílskúr viđ bćinn.  Búđin minnir á danskar sveitabúđir og ţarna er hćgt ađ kaupa kerti, bolla, glös, munnţurrkur og margt fleira. Ef ţú átt leiđ austu t.d á Stokkseyri ţá mćli ég međ ţví ađ ţú skellir ţér í búđina.  Eftir ađ hafa verslađ heilmikiđ ţá var haldiđ heim á leiđ en gert stutt stopp á Eyrarbakka og áđ í gömlu húsi međ tilheyrandi trakteringum. 

Seinni ferđ mín úr bćnum í vikunni var í gćrkveldi ţegar ég gerđi mér ferđ međ vinkonum mínum úr leshringnum á Ţingvelli í fimmtudagsgöngu.  En á Ţingvöllum er bođiđ upp á frćđslugöngur á fimmtudagskvöldum í sumar og er efni hverrar göngu mismunandi.  Í gćr var yfirskriftin "Glćpasviđiđ Ţingvellir" og var ţađ alţingiskonan Katrín Jakobsdóttir sem leiddi gönguna.  Ţar fjallađi hún um sögusviđiđ Ţingvelli í íslenskum glćđasögum og fjallađi einnig um ţróun glćpasagna á Íslandi.  Katrín er skemmtilegur sögumađur og skörungur í allri framkomu ţannig ađ unun var á ađ hlusta.  Eftir gönguna brugđum viđ stöllurnar okkur  á Valhöll ţar sem ég eyddi einu sumri í den og fengum okkur heitt kakó.  Vel heppnađ fimmtudagskvöld.

 

Lifiđ heil

Rósa í bćnum


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband