Reykingar

Var að lenda rétt í þessu eftir dásamlegar 2 vikur á Tenerife.  Þetta var yndislegur tími með hluta af fjölskyldunni og öðrum gestum á besta aldri.  En eitt vakti sérstaka athygli mína og sonar míns sem er 12 ára og það voru reykingar.  Á Tenerife þá var reykt allsstaðar.  Ef maður lagðist á bekk í sundlaugargarðinum þá var næstum öruggt að breska kerlingin á næsta bekk settist upp og fengi sér smók á milli þess sem hún makaði olíu á stóran kroppinn og tuskaði börnin sín til.  Þegar við hvíldum okkur á sólböðum og skruppum í göngu eftir strandgötunni eða niður "Laugarveginn" þá átti maður alveg eins von á því að fá sígarettuna í lærið.  Á kvöldin stunduðum við hina ýmsu mjög svo frambærilegu veitingastaði sem þarna voru og það var ekki að spyrja að því þegar steikin var komin á borðið þá var karlinn á næsta borðin búin með sína og fékk sér smók.  Ég er ekki mjög fanatísk á reykingar og margir af mínum bestu reykja en þetta fannst mér aðeins og mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þessi ógeðslega lykt af reykingum leggur fyrir vit hverrar manneskju sem fer út um aðaldyr Kringlunnar á jarðhæð við verslun Hagkaupa... Þar utandyra svelgir hver reykingamaðurinn rettuna að áfergju hvort sem öðrum vegfarendum líkar betur eða verr...

Hvernig væri að reykingamenn myndu standa sjálfir undir sjúkra kosnaði vegna alvarlegra sjúkdóma sem hljótast af reykingum? Jú reykingar eru eigið val reykingarmanna!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 27.6.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

velkomin heim í sólina á Íslandi

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 27.6.2007 kl. 18:23

3 Smámynd: Arndís Hilmarsdóttir

Velkominn heim Rósa, vonandi höfðuð þið það sem best þarna úti. Varðandi reykingarnar þá er það þó góður kostur núna hér á landi að búið er að banna reykingar á kaffihúsum. Munið eftir því ekki fyrir svo löngu síðan þegar maður fór upp rúllustigann upp á stjörnutorg þá kom þvílík reykingarlykt á móti manni frá kaffihúsunum tveimur sitt hvoru megin við. Nú fór ég á annað af þessum kaffihúsum í gær og þvílíkur munur, mun tærara loft sem ég andaði að mér og viti menn brauðið stóð ekki í manni eins og áður og bragðaðist eins og brauð, er farinn að fara mun oftar á kaffihús núna en áður.

Arndís Hilmarsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband