Litla stúlkan með vettlingana

Að vera boðin eða ekki í afmæli er stór mál.  Margir foreldrafundir hafa farið í það á liðnum árum að ræða um reglur í þessu sambandi, hverjum á að bjóða, hvað á að gefa osfrv. Fyrir mig er þetta einfalt, ef bjóða á öllum bekknum, drengjahópnum eða stúlknahópnum þá má dreifa boðsmiðum í skólanum.  Af hverju ætti skólinn að vera vettvangur til dreifinga. Er ekki bara fínt að mamma eða pabbi fari með barninu og afhendi miðana eða hringi í viðkomandi foreldra, þannig myndast tengsl sem eru mikilvæg.  Auðvitað eiga foreldra að standa vörð um að enginn sé skilinn út undan á hátíðarstundum.  Margir foreldra útbúa síðan boðskort og láta afmælisbarnið fara með í skólann, barnið tekur  miðana flokkar þá sjálfur og afhendir þeim sem það langar að fá í afmælið.  Þau eru ung þegar þau byrjað á þessu. Sumum foreldrum finnst allt í lagi að skilja einn eða tvo út undan, þeir eru kannski leiðinlegir eða alltaf með læti. Þetta er sagan endalausa á hverju hausti og sumir eru bara heppnir að vera fæddir í júlí. En ein afmælissaga að lokum.  Þegar ég var 8 ára þá átti stelpa í mínum bekk afmæli.  Ég var á þessum tíma afmælisfíkill. Mér var ekki boðið og það þoldi ég illa.  Ég vildi helst komast í allar afmælisveislur og ég sat alltaf manna lengst.  Nú voru góð ráð dýr, hvað átti ég að taka til bragðs til þess að komast í veisluna.  Ég fór heim og spurði mömmu hvort ég ætti ekki að fara selja vettlinga fyrir ömmu, en það gerði ég stundum en bara tilneydd.  Mamma var hissa og glöð og sendi mig út með vettlinga í poka.  Ég fór beina leið heim til bekkjarsystur minnar og bankaði, mamma hennar kom til dyra og ég bauð vettlinga til sölu.  Hún var nú bara hissa á því að sjá mig þarna spurði mig hvort ég vildi ekki koma inn.  Ég lét ekki selja mér það 2svar, hentist heim skipti um föt, náði í 50 kall og í afmælið.

Til hamingju með daginn Sigrún

Lifið heil

Rósa afmælisfíkill 


mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Alveg rétt hjá þér Rósa. Þetta með að dreifa afmælisboðskortum í skóla, er ekki alveg í rétta átt í sambandi við að byggja upp tengsl á milli foreldra í bekk. En afmælissagan lýsir þér vel. Rósa ráðagóða. Eigðu góða helgarrest. 

Steinunn Þórisdóttir, 29.6.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sniðugt - þetta minnti mig á eitthvað svipað dæmi - ég man að ég fór óboðin í afmælisveislu til einnar hnátu sem var ábyggilega tveimur árum yngri en ég og var með einn konfektpoka handa henni. Ég man líka hvernig ég reyndi að einangra hana með pokann svo við tvær gætum setið að snæðingi úr pokanum! 

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 16:12

3 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Frábær frásögn - sé þig alveg fyrir mér með vettlingana. 

Ég hafði það reyndar fyrir reglu í mínum bekk að það mátti dreifa miðum ef það átti að bjóða öllum í bekknum annars verði foreldrar bara að hringja eða bera sjálfir út boðsbréf. Eftir að bekkurinn minn var svona stór (25 nemendur) hefur regla breyst í að það megi bjóða öðru kyninu með boðsbréfum í bekknum-en þá nb. öllum stelpum eða öllum strákum. Þetta hefur gengið alveg vandræðalaust fyrir sig árum saman.

En ég sé á þessu sænska dæmi að ég hef bara verið heppin að ekki hafa komið upp stórmál.

Anna Þóra Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úrræða góð ertu.  En því miður eru ekki allir svona sniðugir.  Ömurlegt þegar verið er að skilja útundan.

En ég dáist að hugkvæmninni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ein góð vinkona mín þurfti að taka boðsmiða af dreng um daginn því hann mátti ekki bjóða einum stráknum bara öllum hinum.  Hún hringdi í mömmuna sem fara bara ekkert að pæla í þessu.  En þarna eru við farin að skipta okkur af einhverju sem við ættum ekki að þurfa en eins og í þessum tilfelli verðum.

Rósa Harðardóttir, 29.6.2008 kl. 16:55

6 identicon

Þú ert ráðagóð, það er óhætt að segja, selja vettlinga  Góð!

Þetta með að bjóða í afmæli getur sko verið viðkvæmt, það veit ég af eigin raun og fæ reglulega að heyra það frá mínum börnum að þau þurftu ALLTAF að bjóða þessum eða hinum, sama hvort það var vitað að allt færi í háaloft þegar viðkomandi mætti á staðinn. Já, þetta er oft viðkvæmt því auðvitað vill maður engan særa með því að bjóða viðkomandi ekki.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er mjög viðkvæmt mál. -  En hugmyndin um, að foreldrar færu sjálf með barni sínu, með boðskortin heim til þeirra barna sem boðin eru, ef ekki er hægt að bjóða öllum bekknum, finnst mér vera sú allra besta sem ég hef heyrt lengi. - Og ég mundi hvetja foreldra til að taka upp þá reglu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2008 kl. 01:36

8 Smámynd: svarta

Í Englandi í skóla 6 ára dóttur minnar eru aðrar reglur. Þar má dreifa boðskortum í afmæli og engin skilda að bjóða öllum. Dóttur minni hefur verið boðið í afmæli hjá drengjum sem ég vissi ekki að hún léki við og svo hefur henni ekki verið boðið í afmæli hjá stúlkum sem ég hélt hún væri oft með.

Ég spurði einu sinni út í þetta og sagði frá íslensku allir eða enginn reglunni og fólk var undrandi. Mér var sagt að það væri mikilvægt að læra það strax í barnæsku að manni sé ekki alltaf boðið í veislur og fái ekki að vera með í öllu.

svarta, 30.6.2008 kl. 09:24

9 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Auðvitað þurfa börn að læra það að þeim sé ekki alltaf boðið.  Og auðvitað eigum við að geta haldið lítil afmæli fyrir börnin okkur með "vinum" þeirra en ég sé ekki að skólinn eigi að vera vettvangur dreifinga.

Rósa Harðardóttir, 30.6.2008 kl. 09:48

10 identicon

já þetta með afmæli barna...ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að skólinn eigi ekki að dreifa boðskortum í afmæli barnanna og tók reyndar þá ákvörðun, eftir vandlega íhugun, með þann bekk er ég kenndi síðast. Hvet ég alla kennara að stíga það skref því rökin eru sterk...það græða allir á því.

Oft finnst mér reyndar barnaafmæli vera komin út í öfgar eins og svo margt annað í okkar samfélagi. Þau gera börnum oft ekki gott...hætta að snúast um þau sjálf heldur fjölda boða, fjölda gesta, spennu og gjafir. Verðugt er að minnast Einars Áskels þegar hann hélt upp á afmælið sitt....SÉRVEISLUNA sína með Viktori, Millu og dýrunum sínum. Ég er viss um að margir myndu velja þann kost ef hann væri í boði....ekki satt? 

Áslaug Ó. Harðardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband